fimmtudagur, 20. febrúar 2014

Fyrsta DIY

Okei, ég er notla eins hræðileg í höndunum og hægt er að vera en samt tókst mér að föndra smá með myndaramma úr ikea sem við erum búin að eiga hérna uppí skáp í rúmlega ár! Málið var bara að við áttum aldrei myndir sem pössuðu í rammann.. Síðan var ég orðin svo pirruð á þessu að ég ákvað að reyna að fiffa hann aðeins til og svona fór þetta fram; 












Þetta á reyndar ekki að vera þarna, á eftir að hengja þetta uppá vegg


Svo ef eeinhver hefði áhuga á að vita þá er þetta material-ið

Sko fólk er kannski ekki að missa sig yfir þessu, skiljanlega, þetta er ekkert masterpiece en omg ég hef aldrei verið jafn stolt af neinu sem ég bjó til!(nema notla fyrir utan Nóel) En ég bara skil ekki að ég hafi ekki klúðrað þessu á einhverju tímapunkti eins og ég geri með allt.. Ef ég myndi gera þetta aftur myndi ég hins vegar breyta hinu og þessu aðeins, en nenni ekki að pælí því! 

Halldís.

föstudagur, 14. febrúar 2014

Hádegi from hell

Já það var sko sannarlega skemmtilegt hádegið mitt í vikunni, þegar ég var hérna heima með Nóel veikan.. neeeema nei ekki alveg.
Danni var nýfarinn og ég var nýbúin í sturtu og var í stuttum silkislopp að fara gefa Nóel að borða. Ég var með stólinn hans inní eldhúsi þegar einhver bankar allt í einu upp á .. Ég fæ panikk og fatta að eg hef ekki tíma í að hlaupa í föt þannig ég svara í stutta sloppnum mínum og engu innan undir takk fyrir! Fyrir utan hurðina stóðu 2 menn frá Securitas sem ætluðu að tjékka á reykskynjaranum þannig ég hleypi þeim inn og fer til Nóels aftur. Þar sem þeir standa þá sjá þeir ekki Nóel, en samt er þetta í sama rýminu. (tími og rými)Nóel lætur ekkert heyra í sér nema AUÐVITAÐ á svona momenti þar sem ég er að svitna eins og mögulegt er úr óþægileika þá PRUMPAR Nóel og þetta var engin smá bomba.. En það versta var að ég var svo stressuð að ég bara fraus.. ég sagði bara ekki orð, eina sem ég gat hugsað var "sjitt þeir halda að þetta hafi verið ég" og síðan þegar ég fattaði að ég þyrfti að segja eitthvað þá var þetta soldið svona "moment passed.." þannig já, bæði þá sáu þessir gaurar mig commando í silkislopp og halda að ég hafi komið mér vel fyrir og sett eina bombu í brækurnar..
Ég kem þessu bara frá mér hingað og svo vil ég helst ekki tala um þetta meir, ég bara svitna við tilhugsunina

Prumparinn sjálfur sáttur með sig

Halldís.

Sneddý app fyrir ferðamenn + euromyndir

TRIPIT
Þetta app er algjör snilld! Appið geymir flugmiðann þinn og allar upplýsingar um flugið, kvittun fyrir gistingu(hóteli, hosteli, airbnb og alveg örugglega fleira!), lestarmiða, ferjumiða, geymir bara alla þessa pirrandi miða sem maður er með útum allt þegar maður ferðast sérstaklega í eurotrip-i eða mikið milli landa. Það sem er líka svo mikil snilld við þetta app er að það sýnir leiðina frá t.d. flugvellinum sem þú lendir á að staðnum sem þú gistir á! Og segir þér líka hvaða strætó-a/lestir þú tekur til að fara þangað! - uu snilld!! 

TRIP ADVISOR
Síðan er alltaf gott að hafa tripadvisor! En það er síða á netinu (tripadvisor.com) þar sem hægt er að lesa reviews um hótel, veitingastaði, afþreyingar staði og bara allt á áfangastöðum! Þar getur fólk látið inn einkunn, myndir af staðnum og komment! Algjört must að hafa þetta app ef þú ert að ferðast milli nokkra staða og vilt panta hótelið as you go.. þá geturðu alltaf tékkað á meðmælunum á hótelinu til þess að fullvissa þig um að þú vilt vera á þessu hóteli! 

GOOGLE MAPS
þetta er nokkurnvegin eins og maps í Iphone-um en ég vil meina að það sé betra sérstaklega eftir að maps í Iphone update-aðist. Þar geturðu fengið vegavísun hvort sem þú ert labbandi eða í bíl eða í lest/strætó. Já, segir sig soldið sjálft en mér finnst þetta app algjör snilld þegar ég er úti eða hérna heima. Það sem ég gerði þegar ég var úti var að ég tók screenshot af leiðinni sem google maps gaf mér, á einhvern ákveðin stað, þegar ég var nettengd síðan þegar ég var úti að labba með ekkert 3g eða net þá gat ég samt alltaf séð mig á kortinu, gat ekki séð leiðina en gat alltaf séð mig hreyfast þannig fór nokkurn vegin eftir því! 

AIRBNB
Já, þetta app nýtist ef maður vill ekki panta gistingarnar sínar fyrirfram, þá fær maður sér þetta app og leitar sér af íbúð. Appið getur sagt þér til um íbúðir sem eru í grennd við þig þegar þú opnar það en virkar annars mjög svipað og heimasíðan þeirra

BOOKING.COM
Þetta app virkar mjög líkt heimasíðunni þeirra en samt sem áður gagnlegt í ferðalagið ef ferðamaðurinn vill ekki panta gistingar fyrirfram

ORÐABÓKA-APP
Síðan eru til aaallskonar og hellingur af orðabóka öppum sem eru líka gagnleg!


Hérna eru svo nokkrar myndir úr Eurotripinu sem ég fór í (ólétt) sumarið 2012

Ferðamaðurinn í Berlín


Fallega Kraká


NOTA GOOGLEMAPS APPIÐ!!  woowoo


Aþena séð frá Acropolis



When in Rome


Erfitt að vera ólétt í svona miklum hita


Hverjir sáu Jersey Shore á Ítalíu? Þau voru að vinna þarna, delicious pizzur!


Flórens:))


Gondólast í Venice


Ooo þau sem þekkja mig vita að mig langar pínu í svona bumbu aftur..


Og nei ég ferðaðist nefnilega ekki ein, þetta er yndislegi ferðafélaginn minn hún Anna


Jæja fyrst ég freistaðist til að skoða útlandamyndir verð ég bara að skella inn einni frá Tenerife en ég var þar fyrir ca. ári og væri aaalveg til í að fara þangað aftur þessa páska..


Sólbað all day errday.. ahh

Halldís.


sunnudagur, 9. febrúar 2014

Valentínusardagsgjafir fyrir ya boo

Fyrir þá hægu..

Fyrir þá sem leiðast gjarnan

Fyrir þynnkupésana

Fyrir átvaglana

Fyrir the dirty ones..

fyrir djammarana



Held ég velji eina af þessum, en hægt er að panta þær af asos.com.. þessi er líka mjög sniðug en ég á hana;

fyrir stressuðu týpuna



Úlala - kertastjakar og púðar

Ég eyði þessu sunnudagskvöldi í að skoða kertastjaka og púða á netinu, þó ég ætti kannski frekar að vera skoða eldhússtóla þar sem það er mikill skortur á þeim hér á bæ og það er orðið ponsu vandræðalegt að fólk standi hérna í kaffiboðum að reyna að borða vöfflu en samt líka halda á kaffibolla og reyni að láta fara vel um sig.  






Pæling að kaupa þennan..


Já ég geri mér grein fyrir því að allir þessir kertastjakar eru vægast sagt frekar svipaðir, en mig langar soldið í 3 svona kertastjaka í nokkrum stærðum. Allir þessir kertastjakar fást á lisbethdahl.is

Viðurkenni að ég myndi klárlega snúa púðunum þannig að merkið í horninu sæist EKKI.(lisbethdahl.is)

Tekk company


Tekk company


lagdur.is

lagdur.is


Lisbethdahl.is


lisbethdahl.is
Þetta eru einu púðarnir sem ég fann mynd af, en t.d. myconceptstore eru með svoo krúttlegan panda púða sem mig langar svo í(og fleiri), og sá einn svipaðan í Garðheimum, en Garðheimar eru með furðu gott úrval af púðum.
En engir púðar keyptir ennþá svo áfram heldur leitin..






Svona er stofan orðin kósí.. samt ponsu tómleg ennþá ekkert komið á veggina t.d., en góðir hlutir gerast hægt ;)




Halldís.









fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Ein fallegasta gjöf sem ég hef gefið

Um daginn datt ég inná síðuna Jónsdóttir & co. á facebook og sá þar ekkert smá fallega gjöf. Ég hugsaði strax að afi minn ætti afmæli eftir 2 vikur og síðan amma mín 2 mánuðum eftirá, og talaði við frændsystkinin mín um að gefa þeim þessa fallegu gjöf. Ég sótti síðan gjöfina í dag og hér er útkoman;
Koddaverin eru í sama lit í alvöru

Þetta eru semsagt koddaver með nafninu þeirra og 7 lýsingarorðum sem okkur frændsystkinunum fannst lýsa þeim. Ég var svo stolt af mér fyrir að finna gjöf fyrir þau og get ekki beðið eftir að þau sjái! Já þetta er örugglega ein fallegasta gjöf sem ég hef gefið..
Annars þá er allt að smella hérna í nýja cribinu og við fórum í dag í myconceptstore.is og keyptum ilmkerti! sem var algjör nauðsyn þar sem íbúðina lyktaði ekkert sérlega vel eftir fyrri leigendur. 



Ákváðum að láta ilm kertið uppá hillu sem aðskilur eldhúsið og stofuna. Þar létum við einnig ýmsa hluti sem sjást á myndinni. Kaktusar eiga eftir að koma í þetta rauða(vasann??)

Í myconceptstore.is keyptum við einnig 4 stafi sem stafa (no surprise) NOEL. 



Það er ekkert smá mikið af flottu í þessari búð, mun klárlega fara þangað aftur við tækifæri!



Annars þá er Ikea ferð á dagskránni fyrir morgundaginn og komin langur listi!



Lýk þessu bloggi svo með einni af Nóel borða í nýja stólnum sínum.. mm babana

Halldís.





miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Framtíðarsýn fyrir nýtt heimili

Á mánudaginn síðasta fengum við að vita klukkan 8 um morgunin að íbúð á Vetrargörðum væri laus, daginn eftir! Þannig við pökkuðum öllu á mánudeginum, stússuðumst með pappíra útum allan bæ ég náði meir að segja að mæta í 1 tíma í skólann líka. Þriðjudagsmorguninn vöknuðum við kl hálf 8 náðum í lykla af nýju íbúðinni og byrjuðum að flytja allt dótið eins og brjálæðingar! Á 7 tímum náðum við að flytja allt dótið okkar með 1 manns hjálp! Enda man ég varla eftir gærkvöldinu ég var svo þreytt. 
Ég elska að flytja í nýtt hús, endalausir nýjir möguleikar og maður fyllist vonar! Jábs margt dramatískt gerist. 
Dagurinn í dag fór svo í að þrífa gömlu íbúðina, flytja dót úr geymslunni og fara á haugana. Við erum ekki alveg búin að koma okkur fyrir hérna, viljum líka gera það í rólegheitunum, en LOKSINS erum við sammála um það hvernig við viljum láta heimilið líta út. Aldrei hefur þetta held ég gerst! Ég hef alltaf leyft Danna að ráða því ég hugsa að þegar við flytjum í íbúð sem er ekki jafn tímabundin og þær sem við höfum verið í síðustu ár þá á ég inni að ráða!
En hérna eru allavega myndir sem inspire-a hvernig við viljum hafa heimilið;







Kannski smá ólíkar myndir en you get my point. Væri til í að hafa hvítt borð(eða brúna borðið sem við erum með núna, samt laga það smá) og hafa mismunandi hvíta stóla með, mér finnst það svo töff! 
Á borðinu væri ég til í að hafa aloe vera plöntu.. það er að segja þegar borðið er ekki í notkun.











Síðan langar mig svooo mikið í einhvern flottan gólflampa! Er samt ekki alveg búin að ákveða hvernig "snið" og hvernig lit ætla bara að sjá það þegar allt er komið á sinn stað. En gólflampar eru svo ótrúlega flottir!












Við höfum líka ákveðið að losa okkur loksins við hillusamsetninguna sem prýddi bæði Rauðagerðið og Hjónagarðana og einnig kommoðuna og fá okkur flottan skenk, þar sem við getum geymt plötuspilarann hans Danna ofan á. Allar þessar að ofan eru draumur! Þessi efsta er úr Ikea!! Vá ég hlakka svo til að fara byrja á þessu mission-i og vona að þetta komi eins út og í huganum mínum(þó það sé aldrei þannig)

Annars þá erum við loksins búin að láta stólinn hans Nóels saman sem við gáfum honum í jólagjöf, það var bara ekkert pláss fyrir hann í gömlu íbúðinni, getið þá ímyndað ykkur hvað við vorum í mikilli kremju þar, þar sem hann er barnastóll.. Hérna er hann; 




Síðan var Danni voða kátur með það að geta hengt þessa mynd upp, en ég er ekkert sérlega hrifin af henni en leyfi henni þó að vera á baðherberginu.. 



Hann Nóel er að elska útsýnið, hvað er betra en að horfa á krakka leika sér og kalla á þá 





Halldís.