mánudagur, 24. mars 2014

Fimm hlutir - Eitt sumar

Þar sem það er 90% víst (held semsagt ennþá í vonina) að við förum ekki til útlanda þetta sumar þá hef ég ákveðið að njóta sumarsins til hins fyllsta á Íslandi, sem er alls ekkert verri kostur en til dæmis Gimmelwald í Sviss.. hehe. Hérna eru 5 hlutir sem ég ætla að gera í sumar, raunsæ markmið!

1. Baða mig í náttúrulaug
Til dæmis; 

Hrunalaug


eða; 



Reykjadalur







2. Hoppa af kletti í á/vatn
Fann ekki neinar góðar myndir en dæmi um staði eru; Bergádalur eða Haukafell, en annars er hægt að finna staði um allt land sem bjóða uppá svona afþreyingu!

Læt í staðin mynd frá Benidorm... (ef einhver skyldi vera á leiðinni til benidorm!?!) 





3. Taka góðar fjallgöngUR
Til dæmis; 



Leggjabrjótur.. frá Hvalfirði til Þingvalla


En svo er Esjan líka alltaf classic; 

mynd af DJ frá því í sumar




4. Fara í útilegur
til dæmis í; 


Skaftafelli

eða á; 


Snæfellsnesi




5. Allavega hálfan hringinn í kringum landið


Því Ísland er svo falleg..


sérstaklega á sumrin :)



nýtt & nýlegt

Vegna hugmyndaleysi um blogg neyðist ég til þess að taka smá mont blogg;

byrjum á nýjustu kaupunum.. en ég splæsti(samt eigilega ekki..) í þessa hér skó; 


fékk þá í GS og notaði loksins inneignarnótuna mína, jibbí!

Já.. síðan útaf ég er fátækur námsmaður þá reyni ég oft að finna eitthvað á útsölum og fann einmitt þennan hér basic hvíta bol á útsölu í Einveru; 


mjúkt og þægilegt efni.. vantaði bara svo venjulegan hvítan bol!

Eins og áður hefur komið fram þá fluttum við fjöllan og þegar svoleiðis hlutir gerast fær maður stundum smá pakka í innflutningsgjöf eins og t.d. þessa Iittala skál; 



Og ef einhver annar en ég les bloggið og man eftir blogginu með púðunum.. jábs gamla splæsti í eitt stk frá Ilvu. Það voru hellingur af flottum púðum þar á sanngjörnu verði. Um leið og við erum búin að fá okkur smá stærri sófa þá mun ég bæta við púðasafnið mitt.



Svo var Nóel svo heppinn að fá svona fínar og góðar buxur frá langömmu sinni. Þær eru frá Cintamani og heita Bára. Held þær verði snilld í sumar! ; 




Annars er ég bara búin að vera dugleg að halda mér frá búðunum undanfarna 2 mánuði og orðin verulega depressed á því .. :( 
en svo er ég að pæææla hvort ég ætti að nota restina af inneignarnótunni uppí þessa kápu frá Moss Copenhagen; 


en svo kemur spurningin.. HVOR LITURINN!? 



ég er líka kannski ekki mikil kápu manneskja en er ekki mikilvægt að eiga góða flotta kápu? ég hef ekki átt kápu síðan í 8.bekk og hún var hvorki góð né flott þannig hvernig á ég að vita!?!

núna er mig byrjað að langa soldið í kápuna.. 

jæja þetta var eitthvað af því sem ég hef verið að eyða peningnum mínum í síðustu vikur.. 










þriðjudagur, 18. mars 2014

Ertu viss um að þig langi ekki í eitt svart stk?





Á ennþá til svartan í stærð EU34/UK6/XSMALL



Staður sem breytir þér


Auschwitz I & Auschwitz II - Birkenau
Auschwitz I


Auschwitz I

Auschwitz - Birkenau

Auschwitz - Birkenau

Mér finnst að allir ættu að koma hingað, þó svo að þetta hafi ekki verið "skemmtilegasti" dagurinn í lífi mínu, þá finnst mér mikilvægt fyrir fólk að vita hvernig þetta var og komist í snertingu við raunveruleikann til þess að fyrirbyggja að eitthvað svona hræðilegt komi fyrir aftur. Hérna er smá texti sem ég skrifaði í ferðadagbókina mína; 

"..við fórum í Auschwitz I og sjáum meðal annars "Dauðahúsið" en þar var fólk pynt til dauða og látið deyja hægt. Á veggjunum hengju myndir af fólkinu sem bjó þarna og margir voru glaðir á svipinn þar sem það hafði verið sagt við þau að þau væru komin þangað til að eignast betra líf, að ekkert slæmt myndi henta þau þarna." 

"Síðan fórum við til Auschwitz II - Birkenau, sem voru eigilega bara dauðabúðir. Fólk mátti bara fara 2x á klósettið og þá voru troðið 1000-2000 manns inná 60 mannaklósett og flest allir voru veikir í maganum. Þrátt fyrir hversu óhreint hægt er að ímynda sér að klósettið hafi verið, var besta vinnan að vinna við að þrífa klósettin. Þar var ekki jafn kalt og úti og engin vörður  þorði nálægt klósettunum þannig þeir sem unnu þar voru látnir í friði."

Þetta er hræ-ði-legt!! Í ferðinni var leyfilegt að fara í gasklefa til að sjá og þetta er bara hryllilegt og svo ótrúlegt að þetta hafi í alvöru verið í gangi. Áður en ég kom þangað vissi ég alveg af þessu og að þetta hafi verið hræðilegt og hélt að ég væri með þetta á kristaltæru. En svo fór ég þangað og þetta er bara svo miklu meira en það sem maður sér í kennslubókum og heimildarmyndum. Að fara til dæmis í dauðaherbergið þar sem maður horfði á 1fm þar sem maður var látinn standa þar til hann dó.. ég varð bara orðlaus.
Að vera í Auschwitz og finna þessa orku sem er þarna er engu líkt.

miðvikudagur, 12. mars 2014

miðvikudagsloner

Já, ég hef ekkert að gera.. en ég var að skoða bókina mína 501 must-visit natural wonders áðan-skoðaði reyndar bara evrópu kaflann. En þá sá ég nokkra staði sem ég væri til í að fara á og tók saman 3 og bjó til ferðarplan haha .. jábs lóner

Fyrsti staðurinn er Bastei Rock í Elbe dalnum í Dresden, Þýskalandi.



Er þetta ekki sjúkt!? 
Ef leið mín lægi þangað.. myndi ég fljúga til Berlínar(32þúsund fram og tilbaka, auðvitað hægt að fá ódyrara á tilboðum) - taka síðan lest til Dresden(rétt rúmlega 2tímar) og þegar þangað væri komið myndi ég bara finna út hvernig ég kæmist að Elbei rocks.. nenni ekkert að vera pælí því núna

Frá Dresden langar mig roosalega til Gimmelwald í Sviss. 




Ahh ég væri sko til í að eyða viku hérna! Taka frí frá símasambandi og netsambandi(þyrfti samt að hafa símann til að geta tekið myndir helló!!) og fara hicking og tjillaaa

Frá Dresden væri auðveldast fyrir mig að fljúga til Basel (1klst 20min) og þaðan taka lest til Gimmelwald(3tímar).

Næsta og síðasta stopp væri Europa þjóðgarðurinn á Spáni. 





Til að komast þangað myndi ég bara taka lestina til baka til Basel og fljúga til Bilbao(3klst 43min). Þessi áfangastaður er kannski soldið úr leið.. en ég ákvað að taka bara 3 random staði. 
En hversu kósí væri að fara í útilegu hingað!
Síðan veit ég ekkert hvort eða hvernig ég myndi koma heim ;) 


En mest langar mig til Gimmelwald af þessum stöðum svo peaceful og fallegur staður :) 

Þannig bara til að vera EXTRA lúði, þá tók ég saman kostnaðinn og held ég skelli mér bara í sumar!
Flug= rétt rúmlega 57þús frá Íslandi til Basel
Lest Basel til Interlaken= 6þúsund aðra leið(2 tímar)
Lest Interlaken til Lauterbrunnen= 4000þús fram og tilbaka (55min)
Labba Lauterbrunnen til Stechelberg(1 og hálfur tími flat walk)
Skíða lyfta þaðan til Gimmelwald wúú
Gisting= Esther's Guesthouse= 28þúsund fyrir viku


Alltof kósí 


gjöf en ekki gjald!

Kv. Lúði





Síðan ég bloggaði síðast...


haha stutthærður póser


Hellisheiðin - leiðinni á Höfn









Uppáhaldsfjallið mitt, svo powerful 



mig langar svooo í hann!! hann er svo beautiful



og alveg eins spegill og mig er búið að langa í leeengi.. Á AFSLÆTTI en Danni "skemmtilegi" sagði að það yrði ekkert pláss.. það er bara víst pláss! hmm langar soldið í hann ennþá


okkur vantar bara 2 stóla.. og svo veit eg ekki hvort mig langi að mála borðið eða ekki..


the night that made me fat.. oscar-vaka 2014 wúúú


byrjuð að æfa strandblak af miklu kappi, mót alla laugardaga

Halldís.