miðvikudagur, 28. maí 2014

Leikhorn

Bráðum fer að koma að því að Danni losar sig við skrifborðið sitt(finally) og þá ætlum við að gera lítið leikhorn fyrir Nóel inni í herbergi. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að hafa það, veit bara að það verður pakkað!


Fór á pinterest.com og kíkti yfir nokkur leikhorn til að fá hugmyndir; 



Kannski svolítið stærra leikpláss en ég hef tök á að gera.. 


langar ótrulega mikið að finna eitthvað svona svipað til að geyma bækurnar hans í og fleira.. 
Er reyndar ekkert að elska þennan vegglímmiða en var búin að kaupa svona; 


sem ég ætla að hafa inni í herbergi.. veit bara ekki hvort ég ætli að hafa svona mikið eða velja bara nokkur dýr og 1-2 greinar


Nóel er algjöör lestrarhestur, væri geggjað að hafa pláss fyrir svona kósí horn

Síðan finnst mér flottur (og stór!!) dótakassi algjört must; 




til allskonar gerðir af þessu!

Annars er ég búin að vera með augun lengi á þessum dótakassa frá andarunginn.is


og gæti verið að maður splæsi.. en langar samt að skoða úrvalið vel áður! 












Selma mini messenger

Get ekki beðið eftir að fá þetta gull í júní











þriðjudagur, 27. maí 2014

Planið næstu 6 vikurnar


Er að pælí að prófa þetta.. Hérna er hægt að sjá leiðbeiningar fyrir hverja æfingu :) 
Ef ég þekki mig rétt á ég eftir að gera fyrstu vikuna og gleyma þessu svo ...


sunnudagur, 25. maí 2014

Maí í myndum

Sumarfýlingur




Hef aldrei verið svona nálægt því að pissa í mig úr hlátri


Flunkybaaaall


Biffinn eftir nokkurra vikna pásu


Nóel og Halldór eru það krúttlegasta sem ég veit, Nóel sér ekki sólina fyrir Halldóri!!


Vorhátíð Háteigsskóla


Smá sveitó í 105


EsjAAn






Dagurinn sem ég gerði heimajóga og var yfir mig stolt, kv antijógisti




Helgafell í Hfj


Danna fannst þetta soldið erfitt


Æfingar í nýja dressinu


u know it..


Potturinn eftir Esjuna.. mm mm mmmm




Reykjadalur








Svo kósí og góður dagur


Fjöllan mætt á Flúðir í bústað


My boyz


Ein hræðilegasta myndin af mér..










Kíktum í Slakka


Gefa pabba ís

Nýjasta mublan.. enn með miðanum á 

Bráðum verður þessi veggur myndaveggur.. þegar ég hef fundið ramma sem mig langar í

kósí seríur og dótið hans Nóels.. Erum að fara að gera dótahorn fyrir hann inní herbergi, er alveg svolítið spennt að vera með smá fullorðinsstofu hehe

þriðjudagur, 13. maí 2014

Fjaðrárgljúfur

Ég gerði um daginn blogg um 5 hluti sem ég vildi gera í sumar, getið skoðað það hér 

Nr. 3 var að fara í fjallgöngUR og er núna búin með eina af mörgum, en ég skellti mér á Esjuna í gær.


woohoo made it!

En síðan er ég búin að finna stað sem mig langar á, ekki beint í fjallgöngu en samt sem áður í göngu. Ég hef komið þangað áður en man voða lítið eftir því, þannig ég verð bara að fara aftur!


Fjaðrárgljúfur: 





svo er hægt að fá sér smá sundsprett eftir gönguna og skola af sér svitann ;) 

Hérna er staðsetningin; 




Ca 20min frá Kirkjubæjarklaustri! :)