miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Framtíðarsýn fyrir nýtt heimili

Á mánudaginn síðasta fengum við að vita klukkan 8 um morgunin að íbúð á Vetrargörðum væri laus, daginn eftir! Þannig við pökkuðum öllu á mánudeginum, stússuðumst með pappíra útum allan bæ ég náði meir að segja að mæta í 1 tíma í skólann líka. Þriðjudagsmorguninn vöknuðum við kl hálf 8 náðum í lykla af nýju íbúðinni og byrjuðum að flytja allt dótið eins og brjálæðingar! Á 7 tímum náðum við að flytja allt dótið okkar með 1 manns hjálp! Enda man ég varla eftir gærkvöldinu ég var svo þreytt. 
Ég elska að flytja í nýtt hús, endalausir nýjir möguleikar og maður fyllist vonar! Jábs margt dramatískt gerist. 
Dagurinn í dag fór svo í að þrífa gömlu íbúðina, flytja dót úr geymslunni og fara á haugana. Við erum ekki alveg búin að koma okkur fyrir hérna, viljum líka gera það í rólegheitunum, en LOKSINS erum við sammála um það hvernig við viljum láta heimilið líta út. Aldrei hefur þetta held ég gerst! Ég hef alltaf leyft Danna að ráða því ég hugsa að þegar við flytjum í íbúð sem er ekki jafn tímabundin og þær sem við höfum verið í síðustu ár þá á ég inni að ráða!
En hérna eru allavega myndir sem inspire-a hvernig við viljum hafa heimilið;







Kannski smá ólíkar myndir en you get my point. Væri til í að hafa hvítt borð(eða brúna borðið sem við erum með núna, samt laga það smá) og hafa mismunandi hvíta stóla með, mér finnst það svo töff! 
Á borðinu væri ég til í að hafa aloe vera plöntu.. það er að segja þegar borðið er ekki í notkun.











Síðan langar mig svooo mikið í einhvern flottan gólflampa! Er samt ekki alveg búin að ákveða hvernig "snið" og hvernig lit ætla bara að sjá það þegar allt er komið á sinn stað. En gólflampar eru svo ótrúlega flottir!












Við höfum líka ákveðið að losa okkur loksins við hillusamsetninguna sem prýddi bæði Rauðagerðið og Hjónagarðana og einnig kommoðuna og fá okkur flottan skenk, þar sem við getum geymt plötuspilarann hans Danna ofan á. Allar þessar að ofan eru draumur! Þessi efsta er úr Ikea!! Vá ég hlakka svo til að fara byrja á þessu mission-i og vona að þetta komi eins út og í huganum mínum(þó það sé aldrei þannig)

Annars þá erum við loksins búin að láta stólinn hans Nóels saman sem við gáfum honum í jólagjöf, það var bara ekkert pláss fyrir hann í gömlu íbúðinni, getið þá ímyndað ykkur hvað við vorum í mikilli kremju þar, þar sem hann er barnastóll.. Hérna er hann; 




Síðan var Danni voða kátur með það að geta hengt þessa mynd upp, en ég er ekkert sérlega hrifin af henni en leyfi henni þó að vera á baðherberginu.. 



Hann Nóel er að elska útsýnið, hvað er betra en að horfa á krakka leika sér og kalla á þá 





Halldís.














Engin ummæli:

Skrifa ummæli