mánudagur, 30. júní 2014

Pælingarspælingar

Núna er okkur Danna byrjað að langa verulega til útlanda og góðan daginn hvað ég hlakka til að plana, vitum ekkert hvert okkur langar þannig ég er búin að eyða kvöldinu í að finna nokkra góða staði. 
Vorum búin að plana að safna okkur fyrir Thailandsferð og fara í maí 2015, en vegna þess að ég fékk ekki vinnu í sumar og Daníel að byrja í nýrri þá náðum við ekki að leggja pening til hliðar til að safna fyrir ferðinni :( en boo friggin hoo þá er bara að finna annan áfangastað


Staðir sem heilluðu mig: (nenni ekki að millilenda þannig leitaði bara í kringum staði sem flogið er beint til frá Íslandi)

L A K E C O M O










Beint flug til Mílanó með wowair og icelandair, þaðan tekið lestina að Como sem er stærsti bærinn við vatmið og svo bara enjoyyy.. Hellingur af bæjum sem umkringja vatnið enda er það frekar stórt, til dæmis Moltrasio(myndirnar að ofan eru ekki þaðan).. fann þessar hér íbúð til leigu þar, langar!! Nóttin kostar 80 evrur, en sjáðu til íbúðin getur hýst 4 manns, þannig 80/4=20evrur=3þúsund kall nóttin(ef 4 fara saman)! Annars er auðvelt að komast frá einum bæ til annars sem liggja við vatnið þar sem ferjur fara á milli allra stærstu bæjanna. 

S K Å N E




Flug til Köben leigt bíl/tekið lest yfir til Svíþjóðar og leigður 1stk kósí sumarhús, hef bloggað um það áður, hér, og skoðanir mínar hafa ekkert breyst, þetta er draumaferð og ekkert annað! Hérna fann ég eitt perfecto sumarhús!

B A S E L






beint flug með Easyjet frá Íslandi. Myndi eyða einhverjum tíma í Basel en klárlega gera mér ferð aðeins út fyrir borgina og fara til dæmis í "Riehen Naturbad" sem opnaði bara í þessum mánuði, þetta er svo nýtt að það var vooða lítið úrval af myndum, þannig þessi tölvuteiknaða mynd verður að duga.. Ekkert smá girnó! (Neðsta myndin)

W A R S J Á





Hef reyndar komið til Pollands(Kraká) og langaði að fara eitthvað nýtt, en Danna langar svo mikið þangað þannig það er pæling.. En ef ég dæmi myndir finnst mér Kraká meira spennandi og flottari, en Gamli bærinn finnst mér must see í Warsjá, þannig ákvað að láta bara myndir af honum. Wowair flýgur til Warsjá út september. 


B R I G H T O N





Fljúga til London versla smá - taka lest til Brighton - kíkjá Brighton Pier og bara slappensíaf. Rosa fín íbúð í Brighton sem er smá dýr EN sefur 6 manns og er viið ströndina + er frekar kúl. 


B A V A R I A 




Bavaria eða Bæjarland eins og það heitir nú á íslensku, er frekar nálægt Munchen og væri hægt að taka beint flug með icelandair þangað og leigja síðan bíl og bruna til Bavaria. 




Já það er nokkuð augljóst að ég þrái sveitina.. bæði hér á landi og úti, kannski því ég er svolítið tense og stressuð manneskja en þegar ég kemst í sveitina á ég miiklu auðveldara með að slappa af og njóta augnabliksins, sem er jú það mikilvægasta!





Get ekki sagt að ég hafi komist að neinni niðurstöðu en þó, ég komst allavega að því að ég heillast af sveitinni at the moment.


Hilsen.















miðvikudagur, 25. júní 2014

Hvítthvítthvítthvítt

ÉG ELSKA HVÍTT

og þetta er eitthvað sem er að kalla á mig núna.. 


á maður að svara eða??



UPDATE: kallinu var svarað.. hafði það ekki í mér að vera bitchy og dissa kallið :s




mánudagur, 23. júní 2014

Fjaðrárgljúfur

Um helgina kíktum við familían í Suðursveitina á ættarmót hjá fjölskyldunni minni. 



matarstopp á leiðinni, einnig fékk stelpan sér einn svellkaldan Brio


amma mætti með mat fyrir 100manns næstum, hér sést matur fyrir 5..


Nóel át ALLAN tímann og ég er ekki að ýkja


Farið yfir Steinavötn til þess að komast í Steinadal




























Kíktum í fjöruna


Afi leitaði að Skúmaeggjum án árangurs





Suðursveitin er algjört beauty og mæli með að kynna sér svæðið og fara í göngu þarna, ekkert smá fallegt!

fórum reyndar ekki í göngu í þessari ferð en hef farið alveg nokkrum sinnum með afa mínum og fleirum. Við kíktum reyndar í Steinadal og löbbuðum þar aðeins um.. 
Alltaf gaman að fara á ættarmót og hefði viljað vera lengur eins og ég ætlaði.. en stelpan komst í minute to win it upptökur! þannig ég varð að koma heim en ætla í staðin að fara á Höfn seinna í sumar og vera í viku. 



Á leiðinni heim stoppuðum við á nokkrum stöðum en fyrsta stoppið var Sléttaleiti, ættarmótið var reyndar haldið 5 min frá en höfðum ekkert farið þangað alla helgina.. En Sléttaleiti er þar sem langamma mín ólst upp og er staðsett í svakalegum halla fyrir neðan fjall þar sem grót dettur stanslaust úr, við hliðiná húsinu má einmitt sjá eitt riiisa grjót sem hrundi úr fjallinu. 
Sléttaleiti er rétt hjá Þorbergssetrinu.




Annað stoppið okkar var Jökulsárlónið, hef oft farið þangað á leið minni til Hafnar en langt síðan síðast.. Alltaf svo flott þar! :) 





Síðasta stoppið var svo Fjaðrárgljúfur sem ég bloggaði um hér. Þetta er í annað skiptið sem ég kem hingað og ég ELSKA þennan stað, þetta er svoo ótrúlega flottur staður! Ég er notla engin myndatökumaður á bara iphone myndavél þannig það sést kannski ekki á myndunum, en mæli með því að allir fari þangað! Við löbbuðum ekki langt meðfram gljúfrinu þar sem við vorum ekki með kerru eða neitt til að hafa Nóel í, en í lokin skelltum við okkur síðan í vatnið og tókum smá sundsprett. Ég gleymdi að sjálfsögðu sundfötum þannig ég fór bara í fötunum útí, allt útí túristum og myndavélunum þeirra og var bara ekki í stuði til þess að módelast á nærfötunum allavega ekki eftir þessa sukkhelgi, kannski seinna.

























































geggjuð helgi og mig langar ekkert að vera í bænum! Er að pælí að fara á humarhátíðina á Höfn kannski næstu helgi og vera út vikuna þar, en ekkert staðfest.. langar bara ekkert að vera í bænum!