föstudagur, 14. febrúar 2014

Hádegi from hell

Já það var sko sannarlega skemmtilegt hádegið mitt í vikunni, þegar ég var hérna heima með Nóel veikan.. neeeema nei ekki alveg.
Danni var nýfarinn og ég var nýbúin í sturtu og var í stuttum silkislopp að fara gefa Nóel að borða. Ég var með stólinn hans inní eldhúsi þegar einhver bankar allt í einu upp á .. Ég fæ panikk og fatta að eg hef ekki tíma í að hlaupa í föt þannig ég svara í stutta sloppnum mínum og engu innan undir takk fyrir! Fyrir utan hurðina stóðu 2 menn frá Securitas sem ætluðu að tjékka á reykskynjaranum þannig ég hleypi þeim inn og fer til Nóels aftur. Þar sem þeir standa þá sjá þeir ekki Nóel, en samt er þetta í sama rýminu. (tími og rými)Nóel lætur ekkert heyra í sér nema AUÐVITAÐ á svona momenti þar sem ég er að svitna eins og mögulegt er úr óþægileika þá PRUMPAR Nóel og þetta var engin smá bomba.. En það versta var að ég var svo stressuð að ég bara fraus.. ég sagði bara ekki orð, eina sem ég gat hugsað var "sjitt þeir halda að þetta hafi verið ég" og síðan þegar ég fattaði að ég þyrfti að segja eitthvað þá var þetta soldið svona "moment passed.." þannig já, bæði þá sáu þessir gaurar mig commando í silkislopp og halda að ég hafi komið mér vel fyrir og sett eina bombu í brækurnar..
Ég kem þessu bara frá mér hingað og svo vil ég helst ekki tala um þetta meir, ég bara svitna við tilhugsunina

Prumparinn sjálfur sáttur með sig

Halldís.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli