föstudagur, 14. febrúar 2014

Sneddý app fyrir ferðamenn + euromyndir

TRIPIT
Þetta app er algjör snilld! Appið geymir flugmiðann þinn og allar upplýsingar um flugið, kvittun fyrir gistingu(hóteli, hosteli, airbnb og alveg örugglega fleira!), lestarmiða, ferjumiða, geymir bara alla þessa pirrandi miða sem maður er með útum allt þegar maður ferðast sérstaklega í eurotrip-i eða mikið milli landa. Það sem er líka svo mikil snilld við þetta app er að það sýnir leiðina frá t.d. flugvellinum sem þú lendir á að staðnum sem þú gistir á! Og segir þér líka hvaða strætó-a/lestir þú tekur til að fara þangað! - uu snilld!! 

TRIP ADVISOR
Síðan er alltaf gott að hafa tripadvisor! En það er síða á netinu (tripadvisor.com) þar sem hægt er að lesa reviews um hótel, veitingastaði, afþreyingar staði og bara allt á áfangastöðum! Þar getur fólk látið inn einkunn, myndir af staðnum og komment! Algjört must að hafa þetta app ef þú ert að ferðast milli nokkra staða og vilt panta hótelið as you go.. þá geturðu alltaf tékkað á meðmælunum á hótelinu til þess að fullvissa þig um að þú vilt vera á þessu hóteli! 

GOOGLE MAPS
þetta er nokkurnvegin eins og maps í Iphone-um en ég vil meina að það sé betra sérstaklega eftir að maps í Iphone update-aðist. Þar geturðu fengið vegavísun hvort sem þú ert labbandi eða í bíl eða í lest/strætó. Já, segir sig soldið sjálft en mér finnst þetta app algjör snilld þegar ég er úti eða hérna heima. Það sem ég gerði þegar ég var úti var að ég tók screenshot af leiðinni sem google maps gaf mér, á einhvern ákveðin stað, þegar ég var nettengd síðan þegar ég var úti að labba með ekkert 3g eða net þá gat ég samt alltaf séð mig á kortinu, gat ekki séð leiðina en gat alltaf séð mig hreyfast þannig fór nokkurn vegin eftir því! 

AIRBNB
Já, þetta app nýtist ef maður vill ekki panta gistingarnar sínar fyrirfram, þá fær maður sér þetta app og leitar sér af íbúð. Appið getur sagt þér til um íbúðir sem eru í grennd við þig þegar þú opnar það en virkar annars mjög svipað og heimasíðan þeirra

BOOKING.COM
Þetta app virkar mjög líkt heimasíðunni þeirra en samt sem áður gagnlegt í ferðalagið ef ferðamaðurinn vill ekki panta gistingar fyrirfram

ORÐABÓKA-APP
Síðan eru til aaallskonar og hellingur af orðabóka öppum sem eru líka gagnleg!


Hérna eru svo nokkrar myndir úr Eurotripinu sem ég fór í (ólétt) sumarið 2012

Ferðamaðurinn í Berlín


Fallega Kraká


NOTA GOOGLEMAPS APPIÐ!!  woowoo


Aþena séð frá Acropolis



When in Rome


Erfitt að vera ólétt í svona miklum hita


Hverjir sáu Jersey Shore á Ítalíu? Þau voru að vinna þarna, delicious pizzur!


Flórens:))


Gondólast í Venice


Ooo þau sem þekkja mig vita að mig langar pínu í svona bumbu aftur..


Og nei ég ferðaðist nefnilega ekki ein, þetta er yndislegi ferðafélaginn minn hún Anna


Jæja fyrst ég freistaðist til að skoða útlandamyndir verð ég bara að skella inn einni frá Tenerife en ég var þar fyrir ca. ári og væri aaalveg til í að fara þangað aftur þessa páska..


Sólbað all day errday.. ahh

Halldís.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli