föstudagur, 31. janúar 2014

UPPÁHALDS OUTFIT

Náttfötin mín úr H&M


Ferðamálafræði og draumaferðalög

Ég fékk þessar hérna tvær bækur í útskriftargjöf árið 2012 og má segja að fólk vissi greinilega hvert ég stefndi áður en ég vissi það sjálf.

ég kem klárlega með eitt glimrandi gott blogg þar sem ég legg áherslu á staði sem mælt er með í þeim! 
Ferðamálafræði var aldrei planið heldur hafði ég mikinn áhuga á sálfræði og langaði að vera sálfræðingur í fangelsi.(bad gal) Sumarið áður en ég byrjaði í HÍ fékk ég að heyra frá ýmsum að ferðamálafræði væri sko eitthvað fyrir mig, uu eitthvað sem ég hafði ALDREI hugsað útí. En ég fór að skoða námið betur og leist bara nokkuð vel á þetta allt saman og ákvað að slá til og sé sko alls ekki eftir því!
Námið er bæði skemmtilegt og áhugavert og mér finnst eins og við í árgangnum verðum fólkið sem mun annað hvort endurnýja ferðamennskuna hérna á Íslandi eftir að hún stöðnar eða þá halda ferðamennskunni á góðu róli. Nú tala ég út frá líkaninu hans Butlers um líftíma áfangastaða, what a genius!!
En það er ekki einungis námið sem er skemmtilegt heldur hef ég kynnst alveg æðislega skemmtilegum stelpum sem ég dýrka og dái! Þó við höfum aðeins þekkst síðan í september þá finnst mér við hafa “clicked” sem hópur og skemmtum okkur alltaf vel, hvort sem það er í 5 tíma rútu í jarðfræðiferð eða stripparapartí, sem eru reyndar skemmtilegustu partíin!

Hópurinn með skaftafellsjökul í bakgrunn


Annars þá langaði mig að dagdreyma um hina ýmsu girnilegu staði sem ég væri til í að hoppa til núna og fjalla stuttlega um þá! Eða kannski meira bara segja afhverju mig langar þangað! hehe

Bled - Slóvenía
Þegar ég og vinkona mín fórum í Eurotrip var upprunalega planið að koma við hérna, en eftir að ég komst að því að ég væri ólétt ákváðum við að breyta ferðinni okkar og flugum á milli staða í staðin fyrir að taka lest. Þá komumst við því miður ekki hingað, en ó vá hvað þetta er fallegt! Bled er staðsett í Slóveníu við hlið Triglav þjóðgarðarins og er vinsæll stoppistaður ferðamanna. Til þess að komast þangað myndi ég taka flug til Ljubljana því Bled er innan við klukkutíma fjarlægð frá Ljubljana, það er að segja ef maður fer sjálfur á bíl. Annars eru lestar og rútur sem fara þangað og tekur þá í kringum 2 tíma.

Garda vatn - Ítalía
Nýja obsession-ið mitt er þessi staður. Úff hvað mig langar þangað í sumar! Þetta vatn er staðsett á norður Ítalíu og er vinsæll túrista staður. Ég væri svo mikið til í að liggja þarna í sólbaði og hafa þetta fallega útsýn með þessi yfirgnæfandi fjöll! Og auðvitað fara í gönguferðir þarna líka. Verona og Mílanó eru ekki langt frá þessum stað og væri því kjörið að fljúga t.d. til Mílanó versla sér smá og skella sér síðan í afslöppun hingað! mm-mm-mm!

Krka þjóðgarður - Króatía
Ég væri svo!! mikið til í að fara þangað í frí, einn daginn! Þetta er svo falleg og mæli með að fólk google-i "Krka Croatia", ég átti í erfiðleikum með að velja hvaða mynd ég ætti að nota! Krka er í raun á sem byrjar í Slóveníu og fer í gegnum Króatíu og inní miðri Króatíu verður áin að þessum ægifögru fossum! Hérna baða króatar sig á sumrin og eflaust ferðamenn líka. Þannig þessi staður er ekki einungis fallegur heldur einnig gagnlegur í sólbað og sundsprett! Það kemur kannski Íslendingum á óvart, þar sem óbyggðirnar á Íslandi hafa að geyma margar skemmtilegar gönguleiðir, að engar "off-route" gönguleiðir eru leyfðar! Einungis ákveðin hringur sem er farin þarna til að sjá fossana (hef ég allaveganna heyrt, hef ekki enn komið þangað).

Belize
Ég verð að viðurkenna að ég veit svosem ekki mikið um þennan stað, nema að hann er staðsettur í S-Ameríku. En halló hvað þetta er kúl! Myndin sem er hér að ofan er mynd af "The great blue hole" við strendur Belize sem myndaðist á síðasta ísaldar tímabili. Ekkert smá magnað fyrirbæri! Jábs ég væri til í að fara til Belize í sólbað, köfun og að sjá þetta!

Nepal
Mér finnst Nepal svo heillandi land! Náttúran sem þetta land hefur að geyma er ólýsanlegt. Bæði svona kósí flott eins og á myndinni fyrir ofan og einnig geysihá, falleg fjöll hulin snjó. Ég hafði voða lítið pælt í Nepal þangað til kærastinn minn fór að tala um þetta land og ég er að fýlaða! Ef ég myndi fara þangað væri það ekki einungis náttúran sem ég myndi leitast eftir heldur myndi ég forvitnast um menninguna þar og vilja heimsækja ættbálka sem búa þar, þau eru víst voða skrautleg og flott máluð og skörtuð. Ég elska að fræðast um aðra menningarheima, það er alltof áhugavert!

Kruger national park - Suður Afríka
Að keyra um Kruger og sjá villt dýr væri örugglega það svalasta sem ég gæti gert en sjitt hvað ég væri hrædd!! Samt sem áður þá yfirstígur áhugi hræðsluna (eins og með flugferðir) og ég myndi ekki hika við að skella mér þangað ef ég yrði boðin! Að skoða myndir af þessu, t.d. fíll að ráðast á bíl sem keyrir þarna um, riiisa slanga að drepa eitthvað stórt dýr sem ég man ekki hvað heitir er bara alltof óraunverulegt! Vá ég væri svo til í að fara þangað, en þangað til þá svala heimildarmyndir um villt dýr þorstanum. 

Skåne í Svíþjóð
Já þetta er raunsær draumur sem ég hef og ég vona að það verði ekki langt þangað til hann rætist! En mig langar svo ótrúlega mikið að leigja sumarhús í Skåne í Svíþjóð og fara með vinum eða bara fjölskyldu. Sumarhúsið þyrfti helst að vera nálægt vatni svo hægt væri að hoppa útí og taka sundsprett en einnig nálægt skógi og fallegri náttúru. Síðast en ekki síst væri must að húsið væri ekta sænskt sveitahús! - þau eru alltof hugguleg. Þannig ef einhverjir vilja koma með mér og Danna, eða mér, Danna og Nóel í sumar til Svíþjóðar þá er ég tilbúin að panta flug og hús í viku asap! (Já ég er sko búin að finna draumahúsið til að leigja!)

Ætli ég segi þetta ekki gott í bili.. ég gæti samt haldið endalaust áfram!

Halldís  


Er sniðugt fyrir ungan mömmu í háskóla að missa sig í fatakaupum??

ATH. að bloggin mín verða ekki alltaf um hluti sem ég var að kaupa mér, heldur er ég að skrifa þetta allt hér niður svo ég fari nú að hætta þessu!!

Nýlega er ég búin að vera soldið dugleg að versla mér allskyns góðgæti. Meðal annars þennan tíbetlambsfeld sem ég var búin að láta mig dreyma um lengi lengi áður en ég lét verða af kaupunum.
Ég keypti það í byrjun janúar í búðinni Kastaníu á Höfðatorgi(er reyndar að flytja sig í Kringluna í mars) og vestið er frá Feldi. 


Svo beautiful!


Oh ég er ekkert smá ánægð með það enda í því nánast ALLA daga! Þannig þó þetta var svolítill bunki af seðlum, þá borgaði það sig! 
Eftir það lofaði ég að fara í kaup pásu en hún endist ekki lengur en rúmlega viku þar sem ég splæsti í matching sett úr Vila. 


Mynd með nokkrum góðum.(reyndar alveg hræðileg mynd af mér haha)


Ég hef reyndar ekki ennþá verið í því saman, en held ég verði í því á Þorrablóti um helgina. Buxurnar hef ég hins vegar notað mikið síðan ég keypti þær og para þær saman á myndinni við bol úr Topshop sem ég keypti í haust. Þær eru ekkert smá þægilegar!

Ekki hætti ég þarna þó það hefði nú verið skynsamt, sniðugt, flott og gott! Í þessari viku pantaði ég mér af asos.com, uppáhalds netversluninni minni, hvítar cheap monday gallabuxur og bikiní! Mér til mikillar gleði passar þetta bæði og núna er ég orðin sundsjúk! - þó svo ég hafi reyndar ekkert farið eftir að ég fékk bikiníið en ég hugsa um að langa í sund daglega síðan! (Fékk sendinguna í gær). 

Módelið í toppnum
Og módelið í buxunum

Held því miður að ég sleppi því að láta mynd af mér í bikiníinu, en þetta fer þessari skvísu svo vel að það ætti ekki að skipta máli ;)
Og buxurnar þær dýrka ég, ég er að fýla þessa white on white tísku og hlakka til að taka þátt! 

Hef ekki enn klæðst þeim en mátaði þær hérna um daginn við hvíta peysu sem ég á úr Weekday og var bara nokkuð sátt. Mátaði þær reyndar klukkan 12 í gærkvöldi við peysuna, þannig þetta er nú ekkert spes mynd.
Tek betri mynd við tækifæri
Ég verð bara að bæta því við að asos.com er algjör snilld! elska að það séu aaallskonar merki á þessari síðu, bæði rándýr og bara frekar ódýr og síðan er ókeypis sending til Íslands sem er algjör snilld!
Það er líka útsala í gangi hjá þeim og ég keypti allt þetta á útsölunni, en hún er að klárast!


Svo þarf ég nú að nefna það að ég keypti mér elskuna mína hana Miss macbook air í þessum dimmamánuði. Er þvílíkt ánægð með hana, ég sem var mesti anti-macistinn! Utan um hana keypti ég svo svona tösku: 

Alvöru leður!





Er ótrúlega ánægð með þessa og féll alveg fyrir henni! Hún er til í Tölvutek og er fyrir macbook air og pro 13 tommu! :) 

Eftir að hafa lesið yfir þessa færslu er ég mjög glöð að ég horfðist í augu við vandann en hunsaði hann ekki, ég hef ekki efni á því að vera versla svona mikið!! Ég er 21 árs mamma í háskóla - halló! En samt sem áður er ég mjög glöð með gersemina mína en læt þetta duga í bili..þangað til í mars allavega!

Samt sem áður langar mig að bæta við að ég elska að versla föt sem er hægt að para saman við nokkrar flíkur til þess að búa til ný "outfit". Eins og með elsku tíbetlambsvestið mitt, ég er búin að vera nota boli sem ég keypti fyrir ca. 3 árum núna síðustu vikur því þeir passa við vestið og vestið gerir gott fyrir þessa boli sem eru annars frekar basic og boring. Og ég veit að nýju Vila buxurnar mínar munu gera það sama fyrir marga boli sem ég á. Fær maður ekki endalaust leið af bolunum sínum?

Í febrúar ætla ég svo að standa mig með stolti í fitnessfeb og held ég heiti því bara líka að versla ekki neitt! ... á mig sjálfa allavega, hver veit hvort Nóel Mána vanti kannski eitthvað? 
Ég er með alveg 10þúsund fleiri hluti sem mig langar að kaupa handa honum en handa mér! 
  
Halldís