mánudagur, 25. ágúst 2014

Kápa + skór

Ég græt ennþá Moss Copenhagen kápuna sem ég beilaði á því að kaupa í vor útaf það var svo "óhentugur tími, sumarið að byrja og svona" ... sumarið var ekkert gott og síðan finnst mér ég alltaf vera að leita af hinni fullkomnu kápu í fataskápnum mínum, en hún er bara ekki til.. so sad

Ég er mjög hrifin af Cocoon Coats og er búin að vera skoða nokkrar á Asos:










Ég er lang hrifnust af efstu, en langar í hana í gráu.. en ekki fáanlegt, þannig ég held leitinni áfram.

Á meðan ég var að skrifa þessa færslu kíkti ég á Moss Copenhagen síðuna..  Ok Moss Copenhagen draumakápan er ennþá til og er á útsölu á síðunni þeirra.. neinei það sem betra er er að pabbi er í DK = engin tollur!! 
er verið að freista mín eða hvað???





Hvað ef þetta væri pössunarlaun mamma?? :):)



En síðan vantar manni alltaf skó og vagabond eru svolítið að heilla núna.. eftir smá Asos-vafr, fann ég þessa flottu: 





vitiði það er bara allt til á asos! Annars fást held ég allir þessir skór á Íslandi líka :) Þessir neðstu höfða held ég mest til mín at da moment





laugardagur, 9. ágúst 2014

Óskalisti

Ef ykkur langar einhverntímann að tríta stelpuna, þá er allt af þessum lista vel þegið :) 

Úlpa - Vatnajökull 


Vatnajökull 800


Held ég sé samt hrifnari af þessari

Strigaskór - Nike Air Max Thea



beauts

Skó fyrir veturinn - ??


Sími - Iphone 5s 



Úr - Daniel Wellington Classic Bristol rose gold




Nýjan og endurbættan fataskáp fyrir veturinn.




Já krakkar það er hollt að láta sig dreyma ..





Peysudagur








Við Daníel duttum inná svaka gott tilboð af peysunni sem Nóel er í, hún er frá As We Grow og við keyptum hana í Mýrinni á 40% afslátt! Nóel á einnig brúna en hún er orðin frekar lítil og var búin að ákveða að ég myndi kaupa nýja þar sem þessar peysur eru the bomb! En ekki datt mér í hug að ég myndi fá hana á afslætti, já stelpan er sko sátt.is!! 

Og síðan laumaðist ég í Vero Moda á meðan Daníel horfði útí loftið og fann mér þessa (að mér finnst) fullkomnu peysu fyrir veturinn! hún er í ákkurat síddinni sem ég er að leitast eftir, stutt en nær samt fyrir neðan buxnastreng, og hlý og lovin da colour! 
Upphaflega fórum við í Kringluna til þess að finna úlpu fyrir Danna en hann kom næstum! tómhentur útúr Kringlunni, en litla 23 ára barnið mitt þurfti að stoppa við í barnadeildinni í Tiger að kaupa diskóblikk ljós eitthvað.. sorrí en tilgangslausasta sem ég veit, og neinei núna á hann 2!! Mammamia, hvað geri ég við svona fullorðinsbaby ...





Sumar2014

Ups, smá langt síðan síðasta blogg. en í júlí var ég heima með Nóel og þar af leiðandi engin tími fyrir bloggstand.. 

En ég get krossað við allt af tjékklistanum mínum fyrir sumarið2014 .. jibbí! Hann var kannski í easy-kantinum, verð með hann aðeins meira krefjandi ef ég geri aftur fyrir næsta sumar. 

Hér tala ég um 5 hluti sem mig langaði að gera um sumarið.. 

nr. 1; baða mig í náttúrulaug - Skellti mér í; Reykjadalinn, Hrunalaug og Fosslaug, frábærar laugar.. Fosslaug hefur klárlega vinningin með umhverfið í kring!







minna en 1 min labb í burtu var þessi svakalegi foss, ekkert smá flottur; 





Sjá þetta umhverfi!


Var búin að deila myndum frá Hrunalaug og Reykjadalnum - þannig nenni ómögulega að finna þær myndir

nr. 2; Hoppa af kletti í á/vatn - Bergá

Skellti mér í Bergá þegar ég var á Höfn í lok júlí.. Ég og Sandra frænka mín hoppuðum útí en hænurnar við hoppuðum ekki af stærsta klettinum (ashamed!) en hann var bara svo hræðilegur, en þá er alltaf næsta sumar! þá er ég orðin eldri og hugrakkari :) 


Virkilega fallegt þarna


Elsku (helvítis) síminn minn slökkti á sér fyrstu hoppin



Ein smá tjikken, en in my defense þá er allt morandi í stórum steinum í vatninu.. nú á ég barn, þarf að hugsa allt extra vel og fara extra varlega, TEK ENGA SÉNSA!!



Sassí jumper



Nr.3; Fara í fjallgöngur - Esjan og Helgafell

Það var kannski ekki mikið um fjöllin þetta sumarið, en þegar Nóel er orðin aðeins eldri er ég komin með lista af fjöllum til að taka í útilegum!

Fór held ég 5x á Esjuna og 1x á Helgafell í Hfj, langar að fara 1 Esjuferð í viðbót og jafnvel 2 Helgafellferðir í viðbót áður en sumarið er búið! 


Síðasta Esjuferð var mjög þokótt



Einhversstaðar á leiðinni upp Helgafellið 

Nr.4; Fara í útilegur - Skagafjörðurinn, Skaftafell, Suður-Sveitin og Borgarfjörðurinn

Nenni voða lítið að segja frá þessu.. fórum í útilegur og gistum í tjaldi. 




Þurftum að sofa úti sökum hita.. 


Foreldrarnir fyrstu til að vakna.. FUCKED UP! Reyndar með þeim siðustu seinni daginn



En sumarið er ekki búið og ég held enn í vonina að fara í útilegu eða dagsferð á Snæfellsnesið og skoða mig um, er búin að krossa við margt í bókinni Ísland 101.

Nr. 5; Fara allavega hálfan hringinn - RVK-Höfn, RVK-Skagafjörður.. er það ekki rúmlega hálfur??



En annars er ég búin að gera helling skemmtilegt þetta sumarið og bara drullusátt með það, þó ég sé búin að ákveða að ég ætla að vera í vinnu næsta sumar.. ég höndla ekki svona peningaleysi, tek óskynsamar ákvarðanir :s

En í sumar fór ég í fyrsta skiptið í River Rafting, og langar svolítið að hafa hefð að gera eitthvað ævintýrlegt hvert sumar, hef einu sinni farið á snjósleða uppá jökul og það var geggjað, en var bara 8 ára og langar að prufa aftur! + líka snorkeling eða jökulklifur! Það er margt í boði á KLEEKANUM



Jebs eins lúðaleg og þær gerast

hópmynd! 



Eftir raftingið drullusátt!

Fórum í Rafting í Jökulsá Austri í Skagafirðinum og mæli 100% með því! Fórum með Bakkaflöt, og allt í allt er þetta 6-7 tíma ferð, 3-4tímar í ánni, kjötsúpa tók á móti okkur þegar manni var orðið íískalt og rennblautur, og síðan skellt sér í pottinn!


Æ mig langar bara aftur í útilegu, líður furðu vel útá landi. Sultuslök, ekkert að hugsa um hvað mig langar í marga hluti, næ að njóta miklu betur.. alltof mikið stress í bænum, sagði við danna að ég væri alveg til í að flytja útá land í framtíðinni.. sjáum til.


Jæja, nú má skólinn líka bara fara að byrja, er suddalega spennt en veit að þegar öll verkefnin hrúgast inn og mig langar bara að liggja í kósí í vetur þá mun ég blóta sjálfri mér fyrir að hafa hlakkað til.. life is beautiful, ha.