laugardagur, 19. apríl 2014

miðvikudagur, 16. apríl 2014

Nýttnýtt

þó svo að ég hafi verið að tala um í síðustu færslu að maður væri nánast á kúpunni þá má maður nú leyfa sér: 


ég keypti þessa kósípeysu um daginn, svo þægileg! þarna er ég bara í smá víðum kósíbuxum, netabol og peysuna 'n' it was cóózey


í sömu ferð keypti ég þessar sumarlegu bleiku buxur! i luv em

splæsti einnig í 1stk summershoes


og síðast en ekki síst þá keypti ég þessa gullfallegu tösku frá Viktoríu frænku minni, en hún bjó hana til sjálf! 


Ég keypti veskið bara í dag og vegna prófljótunnar hef ég ekki hætt mér útúr húsi með það enn, en ég hrúgaði eitthvað smá í það, og men ó men hvað það lookar goood! 

Hérna er ein mynd af instagraminu hennar Viktoríu: 
já eins og sést var ég mjög spennt að fá svona hjá henni! 

og til þess að svara spurningunni minni þá já það er hægt að kaupa svona af henni ;) 
Hafið bara samband við hana á facebook(Viktoría Valdimarsdóttir) og nælið ykkur í eitt stk! :) 

Jæja, badminton-prinsessan ætlar á æfingu







langar..

Jæja nú fer að líða að lokum fyrstu námslánanna minna, þannig splæs-tímabilið er búið :'( .. í bili samt bara! og þangað til þá get ég látið mér dreyma og fundið hluti til að kaupa þegar peningur dettur í hús! 

Núna langar mig sjúklega mikið í þetta sett: 



ég er með æææði fyrir svona flíkum í stíl!! en þetta er frá danska merkinu Suit og fæst í búðinni þeirra á skólavörðustíg :) 

Síðan er spáð svipuðu veðri þetta sumar og var síðasta þannig er ekki nauðsynlegt að eiga svona flotta regnkápu úr 17:

og stígvél úr Maia í stíl: 


vitiði þetta er eigilega meira nauðsyn heldur en löngun!

Síðan er ég soldið síðustu daga að skoða Michael Kors töskur því það gæti bara vel verið að ég verði eigandi einnar slíkrar í sumar!! 

Hérna eru nokkrar týpur sem ég er hrifin af: 


Held ég sé mest hrifin af Selma týpunni! 


Jæja, læripása búin.. 






fimmtudagur, 10. apríl 2014

Arctic Adventures

Ok í dag fór ég í atvinnuviðtal hjá Arctic Adventures og damn mama hvað mig langar í þessa vinnu!

Þetta er semsagt ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í dagsferðum innanlands, þó svo það sé líka hægt að fá nokkurra daga ferðir, og ekkert venjulegum ferðum heldur ævintýra! Mig langar svo í allar þessar vinnur og ef ég fæ vinnu og ef ég fæ starfsmannaafslátt þá ætla ég bókað í min. 2 ferðir í sumar! 
Hérna eru nokkrar tegundir ferða sem eru í boði: 

Snjósleðaferð á Langajökul - þessi ferð kostar 27.990kr
UU hellað
mynd frá snowmobiletours.is

Ég hef einu sinni farið á snjósleða á Vatnajökul, þó það sé langt síðan þá man ég vel hvað það var gaman!!

Jöklar, Eldfjöll og fossar - sightseeing. - þessi ferð kostar 20.990kr

Stripparar á Stuðlabergi

Í þessari ferð er farið á suðurlandið, talað um black beaches á vefsíðunni sem er þá væntanlega Reynisfjara, göngutúr fyrir aftan Seljalandsfoss sem er ekkert smá flott, síðan endar ferðin á Sólheimajökli. Fyrst við erum nú að tala um suðurlandið er ekki þá kjörið tækifæri að hafa mynd af strippurum í ferð um suðurlandið í haust, þarna erum við einmitt í Reynisfjöru - gegggggjað!

Hálfsdags hestaferð - þessi ferð kostar 9.600 kr


Need I say more? Hestaferð í íslenskri náttúru, ég persónulega myndi ekki velja þessa ferð þar sem ég er svolítið smeik við hesta. En fullkomin ferð fyrir hestafólk sem á ekki hesta.. 

Hellaskoðun -  þessi ferð kostar 26.500kr


HVERSU FALLEGT. Í þessari ferð er farið frá Mývatni að Lofthelli. Þessi ferð er snilld ef þið eruð staðsett á Akureyri og got some time and money on yo hands ;) 

Köfun-Strýtur. - Þessi ferð kostar 36.990 kr


Strýtur er keila í sjónum hjá Eyjafirði, en neinei þessi keila er ekkert ómerkileg heldur kemur jarðhiti uppúr þessu, ca. 75°C á sek. Það sem er svo sérstakt við þessa keilu er að hún er bara 15m undir yfirborði og er 55m á hæð, en svona keilur finnast oftar miklumiklu neðar á botninum, fun fact! Síðan held ég að það sé bara líka stuð að fara í köfun í íslenskum sjó! haha svo ótýpískt eitthvað 

Snorkeling + hellaskoðun - þessi ferð kostar 26.990kr

mynd tekin af extremeiceland.is

Þessi ferð er bara einfaldlega blanda af tvennu góðu, og nálægt Reykjavík! En farið er í hellaskoðun í Gjábakkahelli og snorkeling í Silfrá. 

Ganga+ísklifur á Sólheimajökli- þessi ferð kostar 17.990kr

mynd tekin af arcanum.is

Þessi ferð snýst um göngu og ísklifur á Sólheimajökli, spennó!



Þessar ferðir eru kannski pínu dýrar margar, en upplifunin og minningin er ógleymanleg! Tökum sem dæmi að ég fór á snjósleða á Vatnajökli þegar ég var 7 ára og þessi minning er ógleymanleg fyrir mér! Þetta var svo sjúklega gaman! 
Endilega tjékkið á heimasíðunni þeirra, adventures.is, til þess að sjá fleiri ferðir ef einhver hér heillaði þig :) 

Fyrir mig þá væri ég mest til í að fara í gönguna og ísklifur á Sólheimajökli og ferðina með hellisskoðun og snorkeling, kannski þegar ég og Danni eigum sambandsafmæli(þó svo hvorugt okkar viti hvenær það er:s) þá skellum við okkur! Ekkert smá skemmtilegt deit ;)






miðvikudagur, 9. apríl 2014

snilldarvara

Ég er ekki mikið í hárvörunum en ég fór í kötter í gær og tók með mér heim(borgaði samt reyndar fyrir það) þessa hérna snilld:



En þetta er svona púður sem látið er í rótina og gefur "lift" svo hárið sé ekki flatt - þetta er algjör snilld og fullkomið fyrir mig sem er stundum með hár sem er bara þarna hangandi á hausnum en ekki lifandi og loving it!
Þetta er algjör snilld, flippar bara smá hári yfir á hina hliðina púðrar hársvörðin, flippar svo til baka og hristir hressilega í því - ekkert flóknara en það!