fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Ein fallegasta gjöf sem ég hef gefið

Um daginn datt ég inná síðuna Jónsdóttir & co. á facebook og sá þar ekkert smá fallega gjöf. Ég hugsaði strax að afi minn ætti afmæli eftir 2 vikur og síðan amma mín 2 mánuðum eftirá, og talaði við frændsystkinin mín um að gefa þeim þessa fallegu gjöf. Ég sótti síðan gjöfina í dag og hér er útkoman;
Koddaverin eru í sama lit í alvöru

Þetta eru semsagt koddaver með nafninu þeirra og 7 lýsingarorðum sem okkur frændsystkinunum fannst lýsa þeim. Ég var svo stolt af mér fyrir að finna gjöf fyrir þau og get ekki beðið eftir að þau sjái! Já þetta er örugglega ein fallegasta gjöf sem ég hef gefið..
Annars þá er allt að smella hérna í nýja cribinu og við fórum í dag í myconceptstore.is og keyptum ilmkerti! sem var algjör nauðsyn þar sem íbúðina lyktaði ekkert sérlega vel eftir fyrri leigendur. 



Ákváðum að láta ilm kertið uppá hillu sem aðskilur eldhúsið og stofuna. Þar létum við einnig ýmsa hluti sem sjást á myndinni. Kaktusar eiga eftir að koma í þetta rauða(vasann??)

Í myconceptstore.is keyptum við einnig 4 stafi sem stafa (no surprise) NOEL. 



Það er ekkert smá mikið af flottu í þessari búð, mun klárlega fara þangað aftur við tækifæri!



Annars þá er Ikea ferð á dagskránni fyrir morgundaginn og komin langur listi!



Lýk þessu bloggi svo með einni af Nóel borða í nýja stólnum sínum.. mm babana

Halldís.





1 ummæli:

  1. elska pósið á honum, ekkert of ólíkur mömmu sinni https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-frc3/t1/24873_417080163318_778975_n.jpg?lvh=1

    SvaraEyða