þriðjudagur, 17. júní 2014

Fjölbreytileiki Spánar


Ok það vita allir að Spánn hefur strendur, sól og djamm.. basic!

En það sem þetta land hefur einnig uppá að bjóða er falleg náttúra, falleg lítil þorp byggð uppá fjallstindi, kastalar í öllllum þessum bæjum/þorpum, stór borgir og síðan er líka skíðamennska stunduð. Þannig það er kannski ekki skrítið að þetta sé svona vinsæll ferðamannastaður hjá norðurlandabúum og fleirum. 



Sjálf hef ég farið nokkrum sinnum til Spánar, 2x til Tenerife í fjölluferð, 1x yfir jól á suðurspáni, 1x í djammferð á Benidorm og 1x í skólaferð. 

Allar mjög mismunandi ferðir, en á Tenerife nennir maður varla að gera neitt, bara tjilla á sundlaugarbakkanum og tana og djammferðin segir sig sjálf. En þegar ég fór í skólaferðina og með fjölskyldunni til Suður Spánar, upplifði ég Spán á annan hátt en ég hafði en einnig annan hátt en Spánn er oftast markaðssettur


Ég fór með MH spænskuáfanga í vikuferð til Spánar þar sem við skoðuðum Sevilla og Granada. Sevilla er stærsta borg Andalúsíu og er mega flott. 


allar að like-a Sevilla




og þarna eru þessar myndir teknar



Granada var allt annað! Ekki jafn mikil stórborg og að mínu mati fallegri. En það sem var eftirminnilegast frá Granada var Alhambrahöllin og á eftir því kom Alhambra bjórinn. :) 



inní höllinni umvafnar marmara


Á meðan á dvöl okkar stóð í Granada áttum við að taka dagsferð til smábæjar í nágrenni. Minn hópur var búin að ákveða að fara til Iznajar en því miður var það of langt í burtu.. en one day mun ég fara þangað, one day! Þannig við joinuðum annan hóp og fórum í bæ sem ég man ekki hvað heitir úps.. 


á leiðinni


þetta var bara view-ið frá bænum! 


Þetta er Iznajar bærinn sem við ætluðum að heimsækja


ég viðurkenni það samt að ég var DAUÐHRÆDD að keyra þangað í rútu á vegum sem voru jafn mjóir og Nóel, og maður horfði útum gluggann og sá bara beint niður, jájá það var alveg farið með faðir vorið og fleira á meðan rútuferðinni stóð

Eftir menningardagana í Sevilla og Granada þurftum við stelpurnar bara á smá slökun að halda þannig við dvöldum í Málaga í 3 nætur, djömmuðum, tönuðum og átum(jebs basic)







Árið 2011 fór ég svo með fjölskyldunni minni til Minerva sem er lítill bær rétt hjá Marbella.
Við vorum þar í 10 daga og vorum að keyra á milli fjallaþorpa og fórum í dagsferð til Gíbraltar.
Það sem er svo gaman við að vera á ótýpískum túristastöðum er að það er allt svo "authentic" fórum í bæi þar sem voru ekki einu sinni hótel og á veitingastaðnum/kaffihúsinu sem við fórum á voru allir að fá sér bjór í síestunni sinni og fólk var orðið vel tipsy, og BESTA hráskinka sem ég hef fengið og bara allt svo gott og alvöru!


við systurnar í tennis fyrsta morguninn 


Gibraltar






annað hvort labbaði maður upp eða niður, aldrei bara venjulega.. enda voru allir með sjúkan kúlurass í þessum bæjum LUCKY


Okei ekki góð mynd af neinum, en svona litu kaffihúsin/veitingastaðirnir út í þessum bæjum, heimilislegir og krúttlegir. En eigendurnir áttu stundum heima hinum megin við vegginn eða fyrir neðan veitingastaðinn. 


Svona voru allir bæirnir, hvít hús byggð í brekku. En síðan auðvitað mismunandi kastali í hverjum bæ..



allt útí svona bæjum/þorpum veit ekki hvað þetta kallast


snákur í garðinum okkar!!


við vorum mikið on the road þannig auðvitað voru milljón svona myndir teknar


sagði pabba að benda fyrir myndavélina (djók)


kastalarústir í einum af milljón þorpunum, alltaf efst í þorpunum..kúlurass ;)


ok eins og maður myndi sjá þetta bara á Benidorm?? verið að smala beljum yfir veginn


ég veit ekki afhverju en við fórum að skoða kirkjugarð.. held að engin viti í raun afhverju við fórum rúntinn í kirkjugarðinn.. en við komumst þó að því að það hefði verið rútuslys sem margir krakkar dóu í.. mjög sorglegt en samt bara alltof skrítinn hálftími


Já þannig ég mæli eiindregið með því að fara til Andalúsíu og keyra um, skoða bæina og síðan er Marbella þarna sem er með riiisa moll sem er vel hægt að missa sig í og auðvitað strendur allsstaðar:)
Spánn hefur einhvernegin uppá svo mikið að bjóða fyrir svona "lítið" land, og andalúsía er bara the best of both worlds - náttúra, menning, strandalíf, djamm, versl! perfecto

Ætla ekkert að fara að segja fólki frá Benidorm og Tenerife það vita allir hvað það snýst um, og ég hef ekki farið að skíða á Spáni en ég veit að það er ódýrara en í t.d. Ölpunum og oftast ódýrara að fljúga þangað. 

Viva Espana!

ein frá Benidorm





Engin ummæli:

Skrifa ummæli