föstudagur, 13. júní 2014

Nóel Máni fassjón boii

Þegar ég komst að því að ég væri að fara að eignast strák var ég yfir mig glöð ofc en á sama tíma var ég búin að vera skoða öll þessi pííínulitlu sætu stelpuföt sem mig langaði að kaupa og var pínu leið að geta ekki keypt t.d. sæta kjóla og poonsu litla gula gollu(var búin að sjá hana í POP og var næstum bara búin að taka hana þótt ég vissi að það væri strákur á leiðinni, bara til að eiga)
En síðan fór ég og kíkti á úrvalið á strákafötum og men ó men það er hægt að missa sig í þannig kaupum líka!
Nóel er alls ekkert alltaf í nýjasta nýju(enda erum við námsmenn hello) heldur fengum við hellings föt frá fólki í láni og í gjafir. En jújú maður á það til að versla frekar á hann heldur en sig.. Barnaföt eru bara svo sæt!! 

á leið í fermingu ca. 4 mánaða, í Wheat skyrtu sem hann fékk frá DJ frænku


Þarna er hann á leið í afmæli hjá afa sínum hálfs árs gamall, H&M og Zara eru ALLTAF með flott föt á börn

Mússí svo lítill í peysu frá Höllu



Peysa frá As We Grow sem hann fékk í gjöf frá DJ frænku, erum búin að nota hana ENDALAUST og erum öll endalaust þakklát fyrir þessa gjöf! Efast ekki um að ég muni kaupa í næstu stærð fyrir ofan þegar hans er orðin of lítil

Mói buxur, keypti í næstu stærð fyrir ofan líka því mér fannst þær svo mjúkar, flottar og kósí

Orðinn verulega þreyttur á öllum þessum myndatökum, elska þessar buxur úr Zara

jájá, pínu vandró en þarna var maður búin að stilla upp jólafötunum - jólaboð - áramót - afmæli
(gólfið á stúdentagörðunum ekki það flottasta)

Inniskór frá BabyK alvöru skinn og mjög liprir og þægilegir, hann fékk svoleiðis í jólagjöf frá okkur foreldrunum(voru á geggjuðu tilboði í Fiðrildinu í Skeifunni)

Obbossí skyrtan á nú að vera girt Nóel Máni



Hann fékk þessa fínu Converse skó frá Friðdóru frænku og fjölsk. 


Matchy-matchy eins og mommy

Langar svo í alveg eins úlpu fyrir mig

Vesti frá Next

Sólgleraugu sem hann fékk frá Birni frænda sínum, mega gæjaleg

Róla í garðinum hjá langömmu á Höfn, hann fékk þessar fínu og lipru buxur frá Söndru frænku sinni í DK

Keypti þennan mega flotta H&M jakka notaðan á 1500! gjöf en ekki gjald

Pabbinn eeelskar happy socks, þeir eru oft í stíl í brjálað mynstruðum sokkum



Afinn að standa sig vel í kaupum, en hann keypti bolinn og skónna fyrir Nóel í H&M




Ég keypti stuttbuxurnar í Zöru og eg elska þær! elska litinn og sniðið og bara allt! Og þessi derhúfa er svo gæjaleg og krúttleg ég dey!





Nóel er hið fínasta módel

Sko ég viðurkenni það alveg að Nóel hefur lítinn sem engan áhuga á því hverju hann er í, en hann á þó uppáhalds flíkur eins og t.d. appelsínugula vestið og derhúfan. En jesús þetta barn elskar skó!! Hann er með æði fyrir þeim og svipurinn sem kom á hann þegar ég sýndi honum nýjustu var priceless, hann var svo glaður og vildi endilega máta og hætti ekki að segja "skó, skó, skó"!


Keypti þessa í Zara.

Legg mikið uppúr því að hann sé í þægilegum fötum sem hann getur hreyft sig í dagsdaglega, en jújú stundum þegar við erum að fara eitthvað fínt fær hann að fara í ekki svo liprar buxur eins og t.d. gallabuxur.
Reyni líka oftast að versla á útsölum eða notuð föt sem sést ekkert á til að spara aðeins, hann vex svo hratt þarf að vera að uppfæra fataskápinn endalaust! 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli