mánudagur, 23. júní 2014

Fjaðrárgljúfur

Um helgina kíktum við familían í Suðursveitina á ættarmót hjá fjölskyldunni minni. 



matarstopp á leiðinni, einnig fékk stelpan sér einn svellkaldan Brio


amma mætti með mat fyrir 100manns næstum, hér sést matur fyrir 5..


Nóel át ALLAN tímann og ég er ekki að ýkja


Farið yfir Steinavötn til þess að komast í Steinadal




























Kíktum í fjöruna


Afi leitaði að Skúmaeggjum án árangurs





Suðursveitin er algjört beauty og mæli með að kynna sér svæðið og fara í göngu þarna, ekkert smá fallegt!

fórum reyndar ekki í göngu í þessari ferð en hef farið alveg nokkrum sinnum með afa mínum og fleirum. Við kíktum reyndar í Steinadal og löbbuðum þar aðeins um.. 
Alltaf gaman að fara á ættarmót og hefði viljað vera lengur eins og ég ætlaði.. en stelpan komst í minute to win it upptökur! þannig ég varð að koma heim en ætla í staðin að fara á Höfn seinna í sumar og vera í viku. 



Á leiðinni heim stoppuðum við á nokkrum stöðum en fyrsta stoppið var Sléttaleiti, ættarmótið var reyndar haldið 5 min frá en höfðum ekkert farið þangað alla helgina.. En Sléttaleiti er þar sem langamma mín ólst upp og er staðsett í svakalegum halla fyrir neðan fjall þar sem grót dettur stanslaust úr, við hliðiná húsinu má einmitt sjá eitt riiisa grjót sem hrundi úr fjallinu. 
Sléttaleiti er rétt hjá Þorbergssetrinu.




Annað stoppið okkar var Jökulsárlónið, hef oft farið þangað á leið minni til Hafnar en langt síðan síðast.. Alltaf svo flott þar! :) 





Síðasta stoppið var svo Fjaðrárgljúfur sem ég bloggaði um hér. Þetta er í annað skiptið sem ég kem hingað og ég ELSKA þennan stað, þetta er svoo ótrúlega flottur staður! Ég er notla engin myndatökumaður á bara iphone myndavél þannig það sést kannski ekki á myndunum, en mæli með því að allir fari þangað! Við löbbuðum ekki langt meðfram gljúfrinu þar sem við vorum ekki með kerru eða neitt til að hafa Nóel í, en í lokin skelltum við okkur síðan í vatnið og tókum smá sundsprett. Ég gleymdi að sjálfsögðu sundfötum þannig ég fór bara í fötunum útí, allt útí túristum og myndavélunum þeirra og var bara ekki í stuði til þess að módelast á nærfötunum allavega ekki eftir þessa sukkhelgi, kannski seinna.

























































geggjuð helgi og mig langar ekkert að vera í bænum! Er að pælí að fara á humarhátíðina á Höfn kannski næstu helgi og vera út vikuna þar, en ekkert staðfest.. langar bara ekkert að vera í bænum! 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli