mánudagur, 30. júní 2014

Pælingarspælingar

Núna er okkur Danna byrjað að langa verulega til útlanda og góðan daginn hvað ég hlakka til að plana, vitum ekkert hvert okkur langar þannig ég er búin að eyða kvöldinu í að finna nokkra góða staði. 
Vorum búin að plana að safna okkur fyrir Thailandsferð og fara í maí 2015, en vegna þess að ég fékk ekki vinnu í sumar og Daníel að byrja í nýrri þá náðum við ekki að leggja pening til hliðar til að safna fyrir ferðinni :( en boo friggin hoo þá er bara að finna annan áfangastað


Staðir sem heilluðu mig: (nenni ekki að millilenda þannig leitaði bara í kringum staði sem flogið er beint til frá Íslandi)

L A K E C O M O










Beint flug til Mílanó með wowair og icelandair, þaðan tekið lestina að Como sem er stærsti bærinn við vatmið og svo bara enjoyyy.. Hellingur af bæjum sem umkringja vatnið enda er það frekar stórt, til dæmis Moltrasio(myndirnar að ofan eru ekki þaðan).. fann þessar hér íbúð til leigu þar, langar!! Nóttin kostar 80 evrur, en sjáðu til íbúðin getur hýst 4 manns, þannig 80/4=20evrur=3þúsund kall nóttin(ef 4 fara saman)! Annars er auðvelt að komast frá einum bæ til annars sem liggja við vatnið þar sem ferjur fara á milli allra stærstu bæjanna. 

S K Å N E




Flug til Köben leigt bíl/tekið lest yfir til Svíþjóðar og leigður 1stk kósí sumarhús, hef bloggað um það áður, hér, og skoðanir mínar hafa ekkert breyst, þetta er draumaferð og ekkert annað! Hérna fann ég eitt perfecto sumarhús!

B A S E L






beint flug með Easyjet frá Íslandi. Myndi eyða einhverjum tíma í Basel en klárlega gera mér ferð aðeins út fyrir borgina og fara til dæmis í "Riehen Naturbad" sem opnaði bara í þessum mánuði, þetta er svo nýtt að það var vooða lítið úrval af myndum, þannig þessi tölvuteiknaða mynd verður að duga.. Ekkert smá girnó! (Neðsta myndin)

W A R S J Á





Hef reyndar komið til Pollands(Kraká) og langaði að fara eitthvað nýtt, en Danna langar svo mikið þangað þannig það er pæling.. En ef ég dæmi myndir finnst mér Kraká meira spennandi og flottari, en Gamli bærinn finnst mér must see í Warsjá, þannig ákvað að láta bara myndir af honum. Wowair flýgur til Warsjá út september. 


B R I G H T O N





Fljúga til London versla smá - taka lest til Brighton - kíkjá Brighton Pier og bara slappensíaf. Rosa fín íbúð í Brighton sem er smá dýr EN sefur 6 manns og er viið ströndina + er frekar kúl. 


B A V A R I A 




Bavaria eða Bæjarland eins og það heitir nú á íslensku, er frekar nálægt Munchen og væri hægt að taka beint flug með icelandair þangað og leigja síðan bíl og bruna til Bavaria. 




Já það er nokkuð augljóst að ég þrái sveitina.. bæði hér á landi og úti, kannski því ég er svolítið tense og stressuð manneskja en þegar ég kemst í sveitina á ég miiklu auðveldara með að slappa af og njóta augnabliksins, sem er jú það mikilvægasta!





Get ekki sagt að ég hafi komist að neinni niðurstöðu en þó, ég komst allavega að því að ég heillast af sveitinni at the moment.


Hilsen.















2 ummæli:

  1. Brighton er æði æði!! hef farið þangað tvisvar og myndi ekki segja að það þyrfti að versla áður í London, mjög fínt að versla í Brighton, allar búðirnar eru þar og allskonar minni einstakar búðir líka. Mikill listamannabær og í Brighton er risa lista háskóli svo skemmtilegt mannlíf - líkar eiginlega betur við Brighton heldur en London.. eða svona á sinn hátt.
    Bryggjan er mjög falleg bæði á sumrin og á haustin, hef farið um sumar og í lok nóvember. MÆLI MEÐ :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Okei geggjað! takk fyrir að deila :) !! Brighton færðist klárlega ofar á listann eftir þessi meðmæli

      Eyða