þriðjudagur, 18. mars 2014

Staður sem breytir þér


Auschwitz I & Auschwitz II - Birkenau
Auschwitz I


Auschwitz I

Auschwitz - Birkenau

Auschwitz - Birkenau

Mér finnst að allir ættu að koma hingað, þó svo að þetta hafi ekki verið "skemmtilegasti" dagurinn í lífi mínu, þá finnst mér mikilvægt fyrir fólk að vita hvernig þetta var og komist í snertingu við raunveruleikann til þess að fyrirbyggja að eitthvað svona hræðilegt komi fyrir aftur. Hérna er smá texti sem ég skrifaði í ferðadagbókina mína; 

"..við fórum í Auschwitz I og sjáum meðal annars "Dauðahúsið" en þar var fólk pynt til dauða og látið deyja hægt. Á veggjunum hengju myndir af fólkinu sem bjó þarna og margir voru glaðir á svipinn þar sem það hafði verið sagt við þau að þau væru komin þangað til að eignast betra líf, að ekkert slæmt myndi henta þau þarna." 

"Síðan fórum við til Auschwitz II - Birkenau, sem voru eigilega bara dauðabúðir. Fólk mátti bara fara 2x á klósettið og þá voru troðið 1000-2000 manns inná 60 mannaklósett og flest allir voru veikir í maganum. Þrátt fyrir hversu óhreint hægt er að ímynda sér að klósettið hafi verið, var besta vinnan að vinna við að þrífa klósettin. Þar var ekki jafn kalt og úti og engin vörður  þorði nálægt klósettunum þannig þeir sem unnu þar voru látnir í friði."

Þetta er hræ-ði-legt!! Í ferðinni var leyfilegt að fara í gasklefa til að sjá og þetta er bara hryllilegt og svo ótrúlegt að þetta hafi í alvöru verið í gangi. Áður en ég kom þangað vissi ég alveg af þessu og að þetta hafi verið hræðilegt og hélt að ég væri með þetta á kristaltæru. En svo fór ég þangað og þetta er bara svo miklu meira en það sem maður sér í kennslubókum og heimildarmyndum. Að fara til dæmis í dauðaherbergið þar sem maður horfði á 1fm þar sem maður var látinn standa þar til hann dó.. ég varð bara orðlaus.
Að vera í Auschwitz og finna þessa orku sem er þarna er engu líkt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli