miðvikudagur, 12. mars 2014

miðvikudagsloner

Já, ég hef ekkert að gera.. en ég var að skoða bókina mína 501 must-visit natural wonders áðan-skoðaði reyndar bara evrópu kaflann. En þá sá ég nokkra staði sem ég væri til í að fara á og tók saman 3 og bjó til ferðarplan haha .. jábs lóner

Fyrsti staðurinn er Bastei Rock í Elbe dalnum í Dresden, Þýskalandi.



Er þetta ekki sjúkt!? 
Ef leið mín lægi þangað.. myndi ég fljúga til Berlínar(32þúsund fram og tilbaka, auðvitað hægt að fá ódyrara á tilboðum) - taka síðan lest til Dresden(rétt rúmlega 2tímar) og þegar þangað væri komið myndi ég bara finna út hvernig ég kæmist að Elbei rocks.. nenni ekkert að vera pælí því núna

Frá Dresden langar mig roosalega til Gimmelwald í Sviss. 




Ahh ég væri sko til í að eyða viku hérna! Taka frí frá símasambandi og netsambandi(þyrfti samt að hafa símann til að geta tekið myndir helló!!) og fara hicking og tjillaaa

Frá Dresden væri auðveldast fyrir mig að fljúga til Basel (1klst 20min) og þaðan taka lest til Gimmelwald(3tímar).

Næsta og síðasta stopp væri Europa þjóðgarðurinn á Spáni. 





Til að komast þangað myndi ég bara taka lestina til baka til Basel og fljúga til Bilbao(3klst 43min). Þessi áfangastaður er kannski soldið úr leið.. en ég ákvað að taka bara 3 random staði. 
En hversu kósí væri að fara í útilegu hingað!
Síðan veit ég ekkert hvort eða hvernig ég myndi koma heim ;) 


En mest langar mig til Gimmelwald af þessum stöðum svo peaceful og fallegur staður :) 

Þannig bara til að vera EXTRA lúði, þá tók ég saman kostnaðinn og held ég skelli mér bara í sumar!
Flug= rétt rúmlega 57þús frá Íslandi til Basel
Lest Basel til Interlaken= 6þúsund aðra leið(2 tímar)
Lest Interlaken til Lauterbrunnen= 4000þús fram og tilbaka (55min)
Labba Lauterbrunnen til Stechelberg(1 og hálfur tími flat walk)
Skíða lyfta þaðan til Gimmelwald wúú
Gisting= Esther's Guesthouse= 28þúsund fyrir viku


Alltof kósí 


gjöf en ekki gjald!

Kv. Lúði





Engin ummæli:

Skrifa ummæli