mánudagur, 24. mars 2014

nýtt & nýlegt

Vegna hugmyndaleysi um blogg neyðist ég til þess að taka smá mont blogg;

byrjum á nýjustu kaupunum.. en ég splæsti(samt eigilega ekki..) í þessa hér skó; 


fékk þá í GS og notaði loksins inneignarnótuna mína, jibbí!

Já.. síðan útaf ég er fátækur námsmaður þá reyni ég oft að finna eitthvað á útsölum og fann einmitt þennan hér basic hvíta bol á útsölu í Einveru; 


mjúkt og þægilegt efni.. vantaði bara svo venjulegan hvítan bol!

Eins og áður hefur komið fram þá fluttum við fjöllan og þegar svoleiðis hlutir gerast fær maður stundum smá pakka í innflutningsgjöf eins og t.d. þessa Iittala skál; 



Og ef einhver annar en ég les bloggið og man eftir blogginu með púðunum.. jábs gamla splæsti í eitt stk frá Ilvu. Það voru hellingur af flottum púðum þar á sanngjörnu verði. Um leið og við erum búin að fá okkur smá stærri sófa þá mun ég bæta við púðasafnið mitt.



Svo var Nóel svo heppinn að fá svona fínar og góðar buxur frá langömmu sinni. Þær eru frá Cintamani og heita Bára. Held þær verði snilld í sumar! ; 




Annars er ég bara búin að vera dugleg að halda mér frá búðunum undanfarna 2 mánuði og orðin verulega depressed á því .. :( 
en svo er ég að pæææla hvort ég ætti að nota restina af inneignarnótunni uppí þessa kápu frá Moss Copenhagen; 


en svo kemur spurningin.. HVOR LITURINN!? 



ég er líka kannski ekki mikil kápu manneskja en er ekki mikilvægt að eiga góða flotta kápu? ég hef ekki átt kápu síðan í 8.bekk og hún var hvorki góð né flott þannig hvernig á ég að vita!?!

núna er mig byrjað að langa soldið í kápuna.. 

jæja þetta var eitthvað af því sem ég hef verið að eyða peningnum mínum í síðustu vikur.. 










3 ummæli:

  1. sá þessa kápu einmitt, svooo flott!! hún er einmitt líka á wantlist hér

    SvaraEyða
    Svör
    1. hún er að færast nær og nær got-to-havelist hjá mér með hverri mínutunni!

      Eyða