laugardagur, 11. október 2014

Meistaramánuður

Ég er ekki officially búin að skrá mig í meistaramán. en ég er samt sem áður komin með markmið sem ég er reyndar búin að vera vinna að í mánuð. 

Síðan í 6. bekk hef ég litið á lærin mín eða bumbuna og verið bara oj hvað ég er feit.. sko í 6.bekk var ég algjör mjóna æfði 5x í viku og ég bara skil ekki hvað ég var að pæla, spennti lærin mín þegar ég sat svo fólk myndi ekki halda að ég væri með feitari fætur en ég var með.. uu sjúkt! og ég var að drepast í löppunum allan daginn!
Þessi "þráhyggja" hefur síðan þá verið með mér og loksins núna er ég að verða of þreytt á henni, ég NENNI EKKI lengur að fá samviskubit ef ég fæ mér nammi, ég ELSKA nammi!!! Ég nenni ekki lengur að geta ekki farið í sund því ég skammast mín fyrir magann minn, ég nenni ekki að láta allt svona ráða því hvernig ég lifi lífinu mínu, i just wanna have fun!

Þannig í meistaramánuði ætla ég að halda áfram að borða hollan mat til þess að geta lært og bara til þess að líða vel en ef mig langar í nammi þá treð ég því í mig án samviskubits!
Einnig ætla ég að mæta í ræktina, en bara þegar ég kemst og er í stuði, ætla ekki að gera líkamsrækt að einhverju leiðinlegu og vera alltaf að "pína" mig til þess að fara eins og ég gerði í sumar.. 


Í sumar var ég mikið í ræktinni og viðurkenni alveg að það sást að ég var komin með vöðva (sem sést ekki núna) ég borðaði hollt og fékk mér bara nammi á laugardögum og ef ég svindlaði smá fékk ég svo mikið samviskubit að ég fór alveg í sukkið í nokkra daga.. Í lok sumars fannst mér ég ekkert passa betur í fötin mín og ég hafði bara þyngst(sem gætu verið vöðvarnir?) 
Þannig ég ákvað að taka mér bara smá pásu frá ræktinni og byrjaði að borða hollt og fá mér nammi ef ég vildi, en þá frekar bara lítið í einu, og þá komst ég að því að mér líður svona 100x betur þannig! og núna mánuði seinna finn ég að ég passa betur í fötin mín (þó svo að það sjáist kannski ekki að utan) en mér líður bara betur og það er fyrir öllu. 

Ég get samt ekkert sagt að núna er mér sko alveg sama hvernig ég verð eða hvernig ég lít út því ég dett alveg í þann pakka að fara að horfa á mig of mikið í spegli og hvað ég megi losna við mikið og hvað það séu ca mörg kg og eitthvað svoleiðis.. en markmiðið mitt er að komast á þann stað að ég hætti bara að hugsa um þetta, að ég sé bara í þeirri rútínu að borða hollt og að fara í ræktina 1-3x í viku, bara eftir því hvað ég kemst og hvað ég nenni.. Því ég er alveg á því að mér líður 100x betur þegar ég borða hollt og þegar ég hreyfi mig reglulega en í þetta skiptið langar mig að gera það af réttum forsendum, til þess að líða vel ekki til þess að líta vel út. :)

HAPPY IS THE NEW SKINNY Y'ALL


föstudagur, 10. október 2014

BDAY BOY (eftir rúmlega 2 mánuði)


Það er aldrei slæmt að byrja of snemma að versla fyrir afmæli.. sérstaklega þegar maður kaupir meiri hluta skrautsins á erlendum síðum.. 

Í fyrra héldum við uppá afmælið hans Nóels hjá foreldrum Danna og fengum þvílíkt mikla hjálp sem við erum forever grateful fyrir.. en í ár langar mig að prufa að díla við þennan "hausverk" ein, nema kannski fá smá hjálp.. og var að enda við að kaupa nokkra hluti í afmælið hans Nóels.. sem er einmitt 28.des.. fínasti afmælisdagur, sagði enginn.

Í ár er þemaliturinn blár með smá silvur ívafi sem bættist samt bara við á síðustu stundu hehe, en ég er svolítið heit fyrir fjólubláum eða appelsínugulum fyrir næsta ár.. En allavega það sem ég er búin að kaupa er eftirfarandi:


Ekki alveg búin að ákveða hvort ég ætli að hafa dökkublöðrurnar með, finnst eins og það muni ekki koma vel út en sjáum til..











ég var sjúklega lengi að hugsa um þennan tvist.. en ákvað að kaupa hana því ég held að Nolli litli myndi luva hana.. 

Keypti allt af Ali fyrir utan blöðrurnar, en þær keypti ég á amazon.co.uk. Síðan ætla ég að reyna finna ódýran flottan cupcake stand á Ali og leyfa mér þá kannski að splæsa í einhvern flottan kökudisk :P 
Bara 10. okt og eina sem er eftir eru pappadiskar og servíettur, næser. 
Ok svo var ég með einn pakka af blöðrum sem ég kaupi þegar ég held næst partí.. þær eru svo kúl!



!!!


Sjitt hvað það er mikið til á þessum síðum og allt (ok kannski ekki alveg allt) sjúklega sniðugt + hræódýrt!






þriðjudagur, 23. september 2014

TEPPITEPPITEPPITEPPI

mm i want me some gucci teppi!!

Um daginn gáfum við vinkonurnar annarri vinkonu okkar teppi í afmælisgjöf og síðan þá er ég búin að vera að kreiva fallegt, flott, mjúkt, hlýtt fullkomið teppi.. 

Næst á dagsskrá er að kaupa teppi klárlega!!

Ég eeelska teppin frá Geysi: 





þetta frá Vík Prjónsdóttir er svo kósí!


Síðan eru teppin sem fást í Hrím líka mjög girnileg.. 





En held ég muni fjárfesta í einu frá Geysi.. krakkar þetta er fjárfesting, þetta er eign og þetta er must fyrir veturinn.. prófiði aðeins að ímynda ykkur jólin; nammi, gjafir, borða yfir sig, horfá myndir, liggja í leti.. halló hvernig getur kósí teppi ekki passað þarna inní?!?

Ef þið eigið fullkomið teppi þá getiði líka bætt við ykkur þessari perfection:


mm-mm mama likes.

Annars er mikið í bígerð hérna, nýr sófi (vonandi sem fyrst), skreytingar, gólflampi!, nýtt rúm fyrir nóel og alls konar dúll.. vitiði það þarf bara að gera allt kósí fyrir jólin, vá hvað ég hlakka til jólanna!!











þriðjudagur, 2. september 2014

kápa + skór

Líður smá kjánalega að segja þetta en óskalistinn frá síðustu færslu varð minn! Vagabond skór + Moss Copenhagen kápa welcome 2 my life 


já ég VEIT að þessi viðarveggur í bakgrunn er fukin uuugly en ég get ekkert í því gert!!

Tek mynd af mér í þessum elskum við tækifæri, finnst þær eiga meira skilið heldur en speglapós

annars þá gaf mamma mér mjög furðulegt naglalakk, en það er BB "krem" naglalakk fyrir neglurnar.. uu veit ekkert hvernig það virkar en prufaði að láta á minn og ég er ánægð með litinn sem er fyrir öllu. 


ok liturinn sést 0.. en hann er með bleikum tónum í .. ég er þó laaaanghrifnust af nude naglalökkum, mmhhh i like.



mánudagur, 25. ágúst 2014

Kápa + skór

Ég græt ennþá Moss Copenhagen kápuna sem ég beilaði á því að kaupa í vor útaf það var svo "óhentugur tími, sumarið að byrja og svona" ... sumarið var ekkert gott og síðan finnst mér ég alltaf vera að leita af hinni fullkomnu kápu í fataskápnum mínum, en hún er bara ekki til.. so sad

Ég er mjög hrifin af Cocoon Coats og er búin að vera skoða nokkrar á Asos:










Ég er lang hrifnust af efstu, en langar í hana í gráu.. en ekki fáanlegt, þannig ég held leitinni áfram.

Á meðan ég var að skrifa þessa færslu kíkti ég á Moss Copenhagen síðuna..  Ok Moss Copenhagen draumakápan er ennþá til og er á útsölu á síðunni þeirra.. neinei það sem betra er er að pabbi er í DK = engin tollur!! 
er verið að freista mín eða hvað???





Hvað ef þetta væri pössunarlaun mamma?? :):)



En síðan vantar manni alltaf skó og vagabond eru svolítið að heilla núna.. eftir smá Asos-vafr, fann ég þessa flottu: 





vitiði það er bara allt til á asos! Annars fást held ég allir þessir skór á Íslandi líka :) Þessir neðstu höfða held ég mest til mín at da moment





laugardagur, 9. ágúst 2014

Óskalisti

Ef ykkur langar einhverntímann að tríta stelpuna, þá er allt af þessum lista vel þegið :) 

Úlpa - Vatnajökull 


Vatnajökull 800


Held ég sé samt hrifnari af þessari

Strigaskór - Nike Air Max Thea



beauts

Skó fyrir veturinn - ??


Sími - Iphone 5s 



Úr - Daniel Wellington Classic Bristol rose gold




Nýjan og endurbættan fataskáp fyrir veturinn.




Já krakkar það er hollt að láta sig dreyma ..





Peysudagur








Við Daníel duttum inná svaka gott tilboð af peysunni sem Nóel er í, hún er frá As We Grow og við keyptum hana í Mýrinni á 40% afslátt! Nóel á einnig brúna en hún er orðin frekar lítil og var búin að ákveða að ég myndi kaupa nýja þar sem þessar peysur eru the bomb! En ekki datt mér í hug að ég myndi fá hana á afslætti, já stelpan er sko sátt.is!! 

Og síðan laumaðist ég í Vero Moda á meðan Daníel horfði útí loftið og fann mér þessa (að mér finnst) fullkomnu peysu fyrir veturinn! hún er í ákkurat síddinni sem ég er að leitast eftir, stutt en nær samt fyrir neðan buxnastreng, og hlý og lovin da colour! 
Upphaflega fórum við í Kringluna til þess að finna úlpu fyrir Danna en hann kom næstum! tómhentur útúr Kringlunni, en litla 23 ára barnið mitt þurfti að stoppa við í barnadeildinni í Tiger að kaupa diskóblikk ljós eitthvað.. sorrí en tilgangslausasta sem ég veit, og neinei núna á hann 2!! Mammamia, hvað geri ég við svona fullorðinsbaby ...