laugardagur, 11. október 2014

Meistaramánuður

Ég er ekki officially búin að skrá mig í meistaramán. en ég er samt sem áður komin með markmið sem ég er reyndar búin að vera vinna að í mánuð. 

Síðan í 6. bekk hef ég litið á lærin mín eða bumbuna og verið bara oj hvað ég er feit.. sko í 6.bekk var ég algjör mjóna æfði 5x í viku og ég bara skil ekki hvað ég var að pæla, spennti lærin mín þegar ég sat svo fólk myndi ekki halda að ég væri með feitari fætur en ég var með.. uu sjúkt! og ég var að drepast í löppunum allan daginn!
Þessi "þráhyggja" hefur síðan þá verið með mér og loksins núna er ég að verða of þreytt á henni, ég NENNI EKKI lengur að fá samviskubit ef ég fæ mér nammi, ég ELSKA nammi!!! Ég nenni ekki lengur að geta ekki farið í sund því ég skammast mín fyrir magann minn, ég nenni ekki að láta allt svona ráða því hvernig ég lifi lífinu mínu, i just wanna have fun!

Þannig í meistaramánuði ætla ég að halda áfram að borða hollan mat til þess að geta lært og bara til þess að líða vel en ef mig langar í nammi þá treð ég því í mig án samviskubits!
Einnig ætla ég að mæta í ræktina, en bara þegar ég kemst og er í stuði, ætla ekki að gera líkamsrækt að einhverju leiðinlegu og vera alltaf að "pína" mig til þess að fara eins og ég gerði í sumar.. 


Í sumar var ég mikið í ræktinni og viðurkenni alveg að það sást að ég var komin með vöðva (sem sést ekki núna) ég borðaði hollt og fékk mér bara nammi á laugardögum og ef ég svindlaði smá fékk ég svo mikið samviskubit að ég fór alveg í sukkið í nokkra daga.. Í lok sumars fannst mér ég ekkert passa betur í fötin mín og ég hafði bara þyngst(sem gætu verið vöðvarnir?) 
Þannig ég ákvað að taka mér bara smá pásu frá ræktinni og byrjaði að borða hollt og fá mér nammi ef ég vildi, en þá frekar bara lítið í einu, og þá komst ég að því að mér líður svona 100x betur þannig! og núna mánuði seinna finn ég að ég passa betur í fötin mín (þó svo að það sjáist kannski ekki að utan) en mér líður bara betur og það er fyrir öllu. 

Ég get samt ekkert sagt að núna er mér sko alveg sama hvernig ég verð eða hvernig ég lít út því ég dett alveg í þann pakka að fara að horfa á mig of mikið í spegli og hvað ég megi losna við mikið og hvað það séu ca mörg kg og eitthvað svoleiðis.. en markmiðið mitt er að komast á þann stað að ég hætti bara að hugsa um þetta, að ég sé bara í þeirri rútínu að borða hollt og að fara í ræktina 1-3x í viku, bara eftir því hvað ég kemst og hvað ég nenni.. Því ég er alveg á því að mér líður 100x betur þegar ég borða hollt og þegar ég hreyfi mig reglulega en í þetta skiptið langar mig að gera það af réttum forsendum, til þess að líða vel ekki til þess að líta vel út. :)

HAPPY IS THE NEW SKINNY Y'ALL


Engin ummæli:

Skrifa ummæli