föstudagur, 31. janúar 2014

Er sniðugt fyrir ungan mömmu í háskóla að missa sig í fatakaupum??

ATH. að bloggin mín verða ekki alltaf um hluti sem ég var að kaupa mér, heldur er ég að skrifa þetta allt hér niður svo ég fari nú að hætta þessu!!

Nýlega er ég búin að vera soldið dugleg að versla mér allskyns góðgæti. Meðal annars þennan tíbetlambsfeld sem ég var búin að láta mig dreyma um lengi lengi áður en ég lét verða af kaupunum.
Ég keypti það í byrjun janúar í búðinni Kastaníu á Höfðatorgi(er reyndar að flytja sig í Kringluna í mars) og vestið er frá Feldi. 


Svo beautiful!


Oh ég er ekkert smá ánægð með það enda í því nánast ALLA daga! Þannig þó þetta var svolítill bunki af seðlum, þá borgaði það sig! 
Eftir það lofaði ég að fara í kaup pásu en hún endist ekki lengur en rúmlega viku þar sem ég splæsti í matching sett úr Vila. 


Mynd með nokkrum góðum.(reyndar alveg hræðileg mynd af mér haha)


Ég hef reyndar ekki ennþá verið í því saman, en held ég verði í því á Þorrablóti um helgina. Buxurnar hef ég hins vegar notað mikið síðan ég keypti þær og para þær saman á myndinni við bol úr Topshop sem ég keypti í haust. Þær eru ekkert smá þægilegar!

Ekki hætti ég þarna þó það hefði nú verið skynsamt, sniðugt, flott og gott! Í þessari viku pantaði ég mér af asos.com, uppáhalds netversluninni minni, hvítar cheap monday gallabuxur og bikiní! Mér til mikillar gleði passar þetta bæði og núna er ég orðin sundsjúk! - þó svo ég hafi reyndar ekkert farið eftir að ég fékk bikiníið en ég hugsa um að langa í sund daglega síðan! (Fékk sendinguna í gær). 

Módelið í toppnum
Og módelið í buxunum

Held því miður að ég sleppi því að láta mynd af mér í bikiníinu, en þetta fer þessari skvísu svo vel að það ætti ekki að skipta máli ;)
Og buxurnar þær dýrka ég, ég er að fýla þessa white on white tísku og hlakka til að taka þátt! 

Hef ekki enn klæðst þeim en mátaði þær hérna um daginn við hvíta peysu sem ég á úr Weekday og var bara nokkuð sátt. Mátaði þær reyndar klukkan 12 í gærkvöldi við peysuna, þannig þetta er nú ekkert spes mynd.
Tek betri mynd við tækifæri
Ég verð bara að bæta því við að asos.com er algjör snilld! elska að það séu aaallskonar merki á þessari síðu, bæði rándýr og bara frekar ódýr og síðan er ókeypis sending til Íslands sem er algjör snilld!
Það er líka útsala í gangi hjá þeim og ég keypti allt þetta á útsölunni, en hún er að klárast!


Svo þarf ég nú að nefna það að ég keypti mér elskuna mína hana Miss macbook air í þessum dimmamánuði. Er þvílíkt ánægð með hana, ég sem var mesti anti-macistinn! Utan um hana keypti ég svo svona tösku: 

Alvöru leður!





Er ótrúlega ánægð með þessa og féll alveg fyrir henni! Hún er til í Tölvutek og er fyrir macbook air og pro 13 tommu! :) 

Eftir að hafa lesið yfir þessa færslu er ég mjög glöð að ég horfðist í augu við vandann en hunsaði hann ekki, ég hef ekki efni á því að vera versla svona mikið!! Ég er 21 árs mamma í háskóla - halló! En samt sem áður er ég mjög glöð með gersemina mína en læt þetta duga í bili..þangað til í mars allavega!

Samt sem áður langar mig að bæta við að ég elska að versla föt sem er hægt að para saman við nokkrar flíkur til þess að búa til ný "outfit". Eins og með elsku tíbetlambsvestið mitt, ég er búin að vera nota boli sem ég keypti fyrir ca. 3 árum núna síðustu vikur því þeir passa við vestið og vestið gerir gott fyrir þessa boli sem eru annars frekar basic og boring. Og ég veit að nýju Vila buxurnar mínar munu gera það sama fyrir marga boli sem ég á. Fær maður ekki endalaust leið af bolunum sínum?

Í febrúar ætla ég svo að standa mig með stolti í fitnessfeb og held ég heiti því bara líka að versla ekki neitt! ... á mig sjálfa allavega, hver veit hvort Nóel Mána vanti kannski eitthvað? 
Ég er með alveg 10þúsund fleiri hluti sem mig langar að kaupa handa honum en handa mér! 
  
Halldís 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli