mánudagur, 25. ágúst 2014

Kápa + skór

Ég græt ennþá Moss Copenhagen kápuna sem ég beilaði á því að kaupa í vor útaf það var svo "óhentugur tími, sumarið að byrja og svona" ... sumarið var ekkert gott og síðan finnst mér ég alltaf vera að leita af hinni fullkomnu kápu í fataskápnum mínum, en hún er bara ekki til.. so sad

Ég er mjög hrifin af Cocoon Coats og er búin að vera skoða nokkrar á Asos:










Ég er lang hrifnust af efstu, en langar í hana í gráu.. en ekki fáanlegt, þannig ég held leitinni áfram.

Á meðan ég var að skrifa þessa færslu kíkti ég á Moss Copenhagen síðuna..  Ok Moss Copenhagen draumakápan er ennþá til og er á útsölu á síðunni þeirra.. neinei það sem betra er er að pabbi er í DK = engin tollur!! 
er verið að freista mín eða hvað???





Hvað ef þetta væri pössunarlaun mamma?? :):)



En síðan vantar manni alltaf skó og vagabond eru svolítið að heilla núna.. eftir smá Asos-vafr, fann ég þessa flottu: 





vitiði það er bara allt til á asos! Annars fást held ég allir þessir skór á Íslandi líka :) Þessir neðstu höfða held ég mest til mín at da moment





Engin ummæli:

Skrifa ummæli