Ok í dag fór ég í atvinnuviðtal hjá Arctic Adventures og damn mama hvað mig langar í þessa vinnu!
Þetta er semsagt ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í dagsferðum innanlands, þó svo það sé líka hægt að fá nokkurra daga ferðir, og ekkert venjulegum ferðum heldur ævintýra! Mig langar svo í allar þessar vinnur og ef ég fæ vinnu og ef ég fæ starfsmannaafslátt þá ætla ég bókað í min. 2 ferðir í sumar!
Hérna eru nokkrar tegundir ferða sem eru í boði:
Snjósleðaferð á Langajökul - þessi ferð kostar 27.990kr
UU hellað
mynd frá snowmobiletours.is |
Ég hef einu sinni farið á snjósleða á Vatnajökul, þó það sé langt síðan þá man ég vel hvað það var gaman!!
Jöklar, Eldfjöll og fossar - sightseeing. - þessi ferð kostar 20.990kr
![]() |
Stripparar á Stuðlabergi |
Í þessari ferð er farið á suðurlandið, talað um black beaches á vefsíðunni sem er þá væntanlega Reynisfjara, göngutúr fyrir aftan Seljalandsfoss sem er ekkert smá flott, síðan endar ferðin á Sólheimajökli. Fyrst við erum nú að tala um suðurlandið er ekki þá kjörið tækifæri að hafa mynd af strippurum í ferð um suðurlandið í haust, þarna erum við einmitt í Reynisfjöru - gegggggjað!
Hálfsdags hestaferð - þessi ferð kostar 9.600 kr
Need I say more? Hestaferð í íslenskri náttúru, ég persónulega myndi ekki velja þessa ferð þar sem ég er svolítið smeik við hesta. En fullkomin ferð fyrir hestafólk sem á ekki hesta..
Hellaskoðun - þessi ferð kostar 26.500kr
HVERSU FALLEGT. Í þessari ferð er farið frá Mývatni að Lofthelli. Þessi ferð er snilld ef þið eruð staðsett á Akureyri og got some time and money on yo hands ;)
Köfun-Strýtur. - Þessi ferð kostar 36.990 kr
Strýtur er keila í sjónum hjá Eyjafirði, en neinei þessi keila er ekkert ómerkileg heldur kemur jarðhiti uppúr þessu, ca. 75°C á sek. Það sem er svo sérstakt við þessa keilu er að hún er bara 15m undir yfirborði og er 55m á hæð, en svona keilur finnast oftar miklumiklu neðar á botninum, fun fact! Síðan held ég að það sé bara líka stuð að fara í köfun í íslenskum sjó! haha svo ótýpískt eitthvað
Snorkeling + hellaskoðun - þessi ferð kostar 26.990kr
mynd tekin af extremeiceland.is |
Þessi ferð er bara einfaldlega blanda af tvennu góðu, og nálægt Reykjavík! En farið er í hellaskoðun í Gjábakkahelli og snorkeling í Silfrá.
Ganga+ísklifur á Sólheimajökli- þessi ferð kostar 17.990kr
mynd tekin af arcanum.is |
Þessi ferð snýst um göngu og ísklifur á Sólheimajökli, spennó!
Þessar ferðir eru kannski pínu dýrar margar, en upplifunin og minningin er ógleymanleg! Tökum sem dæmi að ég fór á snjósleða á Vatnajökli þegar ég var 7 ára og þessi minning er ógleymanleg fyrir mér! Þetta var svo sjúklega gaman!
Endilega tjékkið á heimasíðunni þeirra, adventures.is, til þess að sjá fleiri ferðir ef einhver hér heillaði þig :)
Fyrir mig þá væri ég mest til í að fara í gönguna og ísklifur á Sólheimajökli og ferðina með hellisskoðun og snorkeling, kannski þegar ég og Danni eigum sambandsafmæli(þó svo hvorugt okkar viti hvenær það er:s) þá skellum við okkur! Ekkert smá skemmtilegt deit ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli